Upplýsingar um ríkisborgararétt ekki aðgengilegar á ensku á vef Útlendingastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 11:02 Skjáskot af vef Útlendingastofnunar. Upplýsingar um hvað þarf að gera til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eru aðeins aðgengilegar á vef Útlendingastofnunar á íslensku en ekki á ensku. Ef farið er á vef stofnunarinnar, utl.is, eru tveir fánar uppi í hægra horninu, sá íslenski og sá breski. Ýta má á þann breska og þá kemur upp síða stofnunarinnar á ensku. Þá má ýta á flipa á miðri síðu þar sem stendur Icelandic Citizenship, eða „íslenskur ríkisborgararéttur.“ Þegar ýtt er á flipann birtast hins vegar engar upplýsingar heldur aðeins „This content is currently unavailable in English,“ eða „Þetta efni er í augnablikinu ekki aðgengilegt á ensku.“ Í dálki vinstra megin á síðunni eru síðan nokkrir undirflipar þar sem ætla má að hægt sé að nálgast frekar upplýsingar en þar koma aftur upp sömu skilaboð: „Þetta efni er í augnablikinu ekki aðgengilegt á ensku.“ Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, kvaðst í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna upplýsingar um íslenskan ríkisborgararétt væru ekki aðgengilegar á ensku á vefsíðu stofnunarinnar og ætlaði að kanna það. Hún tók þó fram að ekki væri verið að halda upplýsingum frá fólki. Yfirleitt væri það svo að umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt töluðu íslensku auk þess sem þeir væru með tengsl við landið.Uppfært klukkan 11.30: Þórhildur Hagalín segir að þýðing á þessum hluta heimasíðu stofnunarinnar hafi ekki verið sett í forgang þegar ný síða var tekin í gagnið árið 2014. Ýmis verkefni sem snúa að heimasíðunni séu enn ókláruð vegna skorts á tíma og peningum og þetta sé þar á meðal. Fullur vilji sé þó til þess að hafa upplýsingar um ríkisborgararétt á ensku. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Upplýsingar um hvað þarf að gera til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eru aðeins aðgengilegar á vef Útlendingastofnunar á íslensku en ekki á ensku. Ef farið er á vef stofnunarinnar, utl.is, eru tveir fánar uppi í hægra horninu, sá íslenski og sá breski. Ýta má á þann breska og þá kemur upp síða stofnunarinnar á ensku. Þá má ýta á flipa á miðri síðu þar sem stendur Icelandic Citizenship, eða „íslenskur ríkisborgararéttur.“ Þegar ýtt er á flipann birtast hins vegar engar upplýsingar heldur aðeins „This content is currently unavailable in English,“ eða „Þetta efni er í augnablikinu ekki aðgengilegt á ensku.“ Í dálki vinstra megin á síðunni eru síðan nokkrir undirflipar þar sem ætla má að hægt sé að nálgast frekar upplýsingar en þar koma aftur upp sömu skilaboð: „Þetta efni er í augnablikinu ekki aðgengilegt á ensku.“ Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, kvaðst í samtali við Vísi ekki vita hvers vegna upplýsingar um íslenskan ríkisborgararétt væru ekki aðgengilegar á ensku á vefsíðu stofnunarinnar og ætlaði að kanna það. Hún tók þó fram að ekki væri verið að halda upplýsingum frá fólki. Yfirleitt væri það svo að umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt töluðu íslensku auk þess sem þeir væru með tengsl við landið.Uppfært klukkan 11.30: Þórhildur Hagalín segir að þýðing á þessum hluta heimasíðu stofnunarinnar hafi ekki verið sett í forgang þegar ný síða var tekin í gagnið árið 2014. Ýmis verkefni sem snúa að heimasíðunni séu enn ókláruð vegna skorts á tíma og peningum og þetta sé þar á meðal. Fullur vilji sé þó til þess að hafa upplýsingar um ríkisborgararétt á ensku.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira