Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:39 Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira