Innlent

Dólgur í flugvallarútunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hvers vegna svo illa lá á manninum.
Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hvers vegna svo illa lá á manninum. Vísir/Pjetur
Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. Skömmu síðar barst lögreglu annað símtal frá farþega í rútunni þar sem fram kom að verið væri að ráðast á ökumann rútunnar sem stödd var í Garðabæ.

Árásarmaðurinn reyndist mjög ölvaður og hafði ætlað sér að stöðva akstur hópferðabifreiðarinnar. Hann hafði ráðist á bílstjórann sem hann taldi ölvaðan við stýri bifreiðarinnar. Maðurinn var handtekinn og fjarlægður úr rútunni.

Lögreglumenn á vettvangi létu ökumann blása í öndunarsýnamæli sem sýndi niðurstöðuna 0.00 að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.