Árinu 2016 stungið í samband upp í fjalli Snærós Sindradóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Björgunarsveitin Ernir fer upp á Traðarhyrnuna hver áramót og kveikir á ljósaskiltinu á miðnætti. Mynd/Ragnar Högni „Þetta er besta útsýnið yfir bæinn. Þú ert að minnsta kosti ekki með hálsríg að horfa á flugeldana,“ segir Ragnar Högni Guðmundsson, meðlimur í björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík. Ragnar hefur síðastliðin átta ár, ásamt unglingadeild björgunarsveitarinnar, séð um ljósaskilti í hlíðum Traðarhyrnunnar sem skiptir um ártal á miðnætti um áramót. Fjallshlíðin er frekar brött svo það er töluvert basl að komast upp. „Við förum upp seinnipart dags á gamlársdag og setjum skilti þess árs upp. Það er knúið með ljósavél. Svo förum við aftur upp á miðnætti, fyllum vélina og látum hana ganga þar til hún verður bensínlaus. Svo fara allir að sofa og hún deyr bara einhvern tíma undir morgun,“ segir Ragnar. Skiltið sjálft er heimatilbúið ef svo má segja. Ártalið er stafað með jólaljósaseríu á stálgrind og á miðnætti er liðnu ári kippt úr sambandi og hið nýja ár gengur í garð þegar því er stungið í samband við fjöltengi. Ragnar segir að sami háttur hafi verið á í ár.Ragnar Högni GuðmundssonÞað er snjóþungt í Bolungarvík, nyrsta bæ Vestfjarðarkjálkans, og niðamyrkur þegar hópurinn leggur af stað á fjallið þegar miðnætti nálgast. „Ég held að það hafi einu sinni komið fyrir hjá mér að við höfum þurft að kveikja á nýárskvöldi. Þá þurfti að fresta áramótunum um sólarhring vegna veðurs,“ segir Ragnar. Árið 2011 voru vígðir snjóflóðavarnargarðar í Traðarhyrnunni sem ekki komu í veg fyrir að skiltið væri sett upp. „Við höfum í raun farið upp á keilurnar sem eru fyrir ofan varnargarðinn. Það er í ágætis hæð. Það er ákveðin stemning að hópurinn fari saman upp í fjall. Þú ert kominn upp í þá hæð sem flugeldarnir eru að springa og horfir beint inn í þá, sem er mjög gaman og öðruvísi.“ Að sögn Ragnars hófst siðurinn um aldamótin síðustu, og hefur haldist með smá hléum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
„Þetta er besta útsýnið yfir bæinn. Þú ert að minnsta kosti ekki með hálsríg að horfa á flugeldana,“ segir Ragnar Högni Guðmundsson, meðlimur í björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík. Ragnar hefur síðastliðin átta ár, ásamt unglingadeild björgunarsveitarinnar, séð um ljósaskilti í hlíðum Traðarhyrnunnar sem skiptir um ártal á miðnætti um áramót. Fjallshlíðin er frekar brött svo það er töluvert basl að komast upp. „Við förum upp seinnipart dags á gamlársdag og setjum skilti þess árs upp. Það er knúið með ljósavél. Svo förum við aftur upp á miðnætti, fyllum vélina og látum hana ganga þar til hún verður bensínlaus. Svo fara allir að sofa og hún deyr bara einhvern tíma undir morgun,“ segir Ragnar. Skiltið sjálft er heimatilbúið ef svo má segja. Ártalið er stafað með jólaljósaseríu á stálgrind og á miðnætti er liðnu ári kippt úr sambandi og hið nýja ár gengur í garð þegar því er stungið í samband við fjöltengi. Ragnar segir að sami háttur hafi verið á í ár.Ragnar Högni GuðmundssonÞað er snjóþungt í Bolungarvík, nyrsta bæ Vestfjarðarkjálkans, og niðamyrkur þegar hópurinn leggur af stað á fjallið þegar miðnætti nálgast. „Ég held að það hafi einu sinni komið fyrir hjá mér að við höfum þurft að kveikja á nýárskvöldi. Þá þurfti að fresta áramótunum um sólarhring vegna veðurs,“ segir Ragnar. Árið 2011 voru vígðir snjóflóðavarnargarðar í Traðarhyrnunni sem ekki komu í veg fyrir að skiltið væri sett upp. „Við höfum í raun farið upp á keilurnar sem eru fyrir ofan varnargarðinn. Það er í ágætis hæð. Það er ákveðin stemning að hópurinn fari saman upp í fjall. Þú ert kominn upp í þá hæð sem flugeldarnir eru að springa og horfir beint inn í þá, sem er mjög gaman og öðruvísi.“ Að sögn Ragnars hófst siðurinn um aldamótin síðustu, og hefur haldist með smá hléum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira