Innlent

Launakostnaður hækkað mikið í sorphirðu

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Nú verður rusl hirt á fjórtán daga fresti í stað tíu daga.
Nú verður rusl hirt á fjórtán daga fresti í stað tíu daga. Vísir/Daníel
Ekki verður gefið út hefðbundið sorphirðudagatal fyrr en reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag á breyttri hirðutíðni tunna í Reykjavík sem tók gildi um áramótin. Nú er almennt sorp hirt á fjórtán daga fresti í stað tíu daga. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi breytinguna í Fréttablaðinu í gær.

Þangað til reynsla er komin á fyrirkomulagið verða borgarbúar að leita upplýsinga um áætlað hirðusvæði á heimasíðu borgarinnar.

Eygerður Margrétardóttir, deildar­stjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að í stuttu máli byggist breytingin á hirðutíðninni á að verið er að mæta þeirri rúmmálsminnkun sem aukin flokkun og skil plasts hefur í för með sér.

Þá séu gjöld árið 2016 á íbúð í Reykjavík að jafnaði 26.320 kr. á ári sem sé sambærilegt við önnur sveitar­félög á höfuðborgarsvæðinu.

„Í Reykjavík er boðið upp á hirðu á pappír og plasti við heimili auk blandaðs úrgangs og net grenndarstöðva er hvað þéttast í Reykjavík en 85% íbúa hafa aðgengi að grenndarstöð í 500 m fjarlægð eða minna.“

Í Reykjavíkurborg eiga tekjur að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna starfsemi sorphirðunnar. „Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn eða um 46% og hefur hann hækkað töluvert undanfarið ár,“ segir Eygerður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×