Allt að þrefalt hærri styrkur á Nesinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 07:30 Í könnun Fréttablaðsins á frístundastyrk fjórtán sveitarfélaga kemur í ljós gífurlegur munur á upphæð styrksins og hversu mörg ár börnin fá styrk. Seltjarnarnesbær greiðir hæsta frístundastyrkinn. Fyrir tveimur árum var styrkurinn hækkaður um tuttugu þúsund og er nú fimmtíu þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. „Við viljum styðja vel við barnafjölskyldurnar í sveitarfélaginu,“ segir Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri bæjarins. „Við fundum fyrir mikilli fjölgun iðkenda í íþróttafélögunum við hækkunina enda er þetta peningur sem barnafjölskyldur munar um. Við fylgjumst líka vel með því að íþróttafélögin hækki ekki gjöldin um leið og styrkurinn hækkar. Þessi peningur á að fara í vasa foreldra,“ segir Gunnar.Breiðbliksstúlkur keppa á móti ÍBV á Pæjumóti. Engir frístundastyrkir eru í Vestmannaeyjum en í Kópavogi var frístundstyrkurinn hækkaður um sjö þúsund krónum síðustu áramót og er nú 37 þúsund á ári.vísir/Óskar Pétur FriðrikssonEkki bolmagn í hærri styrk Árborg og Reykjanesbær eru með lægsta styrkinn í könnuninni eða 15 þúsund krónur á ári. „Það kemur upp umræða á hverju ári um að hækka styrkinn,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar. „Bolmagn sveitarfélagsins hefur bara ekki leyft það.“ Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að með þjálfarastyrkjum og góðum mannvirkjum sé stutt við íþróttafélög bæjarins. „Það skiptir líka miklu máli að búa vel að iðkendum. Einnig er mikilvægt að hafa vel menntaða og góða þjálfara, þannig liðkum við fyrir að hafa úrvalsfólk á öllum stöðum.“Styrkja með öðrum hætti Þrjú sveitarfélög í könnuninni eru ekki með frístundastyrki. Á Fljótsdalshéraði var bent á að börnum og unglingum væri boðið frítt í sund. Í Vestmannaeyjum hefur verið lögð áhersla á að styðja félög með rekstrarstyrkjum og í vissum tilvikum aðstöðu. „Félagsþjónustan veitir fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna barna vegna tómstundastarfa að uppfylltum ákveðnum forsendum. Eitthvað dró úr slíkum framlögum á síðasta ári,“ segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja. Í Ísafjarðarbæ er rekinn íþróttaskóli þar sem æfingagjöldum er haldið niðri og bærinn kemur einnig að rekstri Tónlistarskólans á Ísafirði. Fullt tónlistarnám kostar því aðeins 86.500 fyrir allan veturinn. „Við viljum meina að samanburðurinn hafi oft verið svolítið ósanngjarn, því þó að hér séu engir frístundastyrkir til foreldra þá kemur bæjarfélagið verulega mikið að niðurgreiðslu á íþróttum og tómstundum barna. Kostnaður foreldra er því mjög lítill samanborið við önnur bæjarfélög sem við höfum kannað,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.Með þeim lægstu Akureyrarbær hækkaði nú um áramótin frístundastyrkinn um fjögur þúsund krónur og komst þannig hjá því að vera á botninum í þessari könnun. „Þetta var þörf hækkun til að koma til móts við taktinn,“ segir Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála. „Ég veit að við erum með lægri styrk en á móti kemur að æfingagjöldin eru almennt lægri á Akureyri.“Mánaðargreiðslur eru hvatning Hafnarfjarðarbær greiðir lægstu frístundastyrkina á höfuðborgarsvæðinu og er eina sveitarfélagið sem dreifir styrknum niður á mánuði. Yngri börn fá 1.700 kr. á mánuði og eldri 2.550 krónur. Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir mánaðargreiðslur vera hugsaðar til að viðhalda fastri ástundun og virkni allt árið. „Í stað þess að styrkurinn klárist í byrjun árs þá hvetja mánaðargreiðslur til að börn haldi áfram út árið í tómstundum og hærri greiðslur fyrir eldri börn hvetja unglinga til að halda áfram í tómstundum.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Í könnun Fréttablaðsins á frístundastyrk fjórtán sveitarfélaga kemur í ljós gífurlegur munur á upphæð styrksins og hversu mörg ár börnin fá styrk. Seltjarnarnesbær greiðir hæsta frístundastyrkinn. Fyrir tveimur árum var styrkurinn hækkaður um tuttugu þúsund og er nú fimmtíu þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. „Við viljum styðja vel við barnafjölskyldurnar í sveitarfélaginu,“ segir Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri bæjarins. „Við fundum fyrir mikilli fjölgun iðkenda í íþróttafélögunum við hækkunina enda er þetta peningur sem barnafjölskyldur munar um. Við fylgjumst líka vel með því að íþróttafélögin hækki ekki gjöldin um leið og styrkurinn hækkar. Þessi peningur á að fara í vasa foreldra,“ segir Gunnar.Breiðbliksstúlkur keppa á móti ÍBV á Pæjumóti. Engir frístundastyrkir eru í Vestmannaeyjum en í Kópavogi var frístundstyrkurinn hækkaður um sjö þúsund krónum síðustu áramót og er nú 37 þúsund á ári.vísir/Óskar Pétur FriðrikssonEkki bolmagn í hærri styrk Árborg og Reykjanesbær eru með lægsta styrkinn í könnuninni eða 15 þúsund krónur á ári. „Það kemur upp umræða á hverju ári um að hækka styrkinn,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar. „Bolmagn sveitarfélagsins hefur bara ekki leyft það.“ Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að með þjálfarastyrkjum og góðum mannvirkjum sé stutt við íþróttafélög bæjarins. „Það skiptir líka miklu máli að búa vel að iðkendum. Einnig er mikilvægt að hafa vel menntaða og góða þjálfara, þannig liðkum við fyrir að hafa úrvalsfólk á öllum stöðum.“Styrkja með öðrum hætti Þrjú sveitarfélög í könnuninni eru ekki með frístundastyrki. Á Fljótsdalshéraði var bent á að börnum og unglingum væri boðið frítt í sund. Í Vestmannaeyjum hefur verið lögð áhersla á að styðja félög með rekstrarstyrkjum og í vissum tilvikum aðstöðu. „Félagsþjónustan veitir fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna barna vegna tómstundastarfa að uppfylltum ákveðnum forsendum. Eitthvað dró úr slíkum framlögum á síðasta ári,“ segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja. Í Ísafjarðarbæ er rekinn íþróttaskóli þar sem æfingagjöldum er haldið niðri og bærinn kemur einnig að rekstri Tónlistarskólans á Ísafirði. Fullt tónlistarnám kostar því aðeins 86.500 fyrir allan veturinn. „Við viljum meina að samanburðurinn hafi oft verið svolítið ósanngjarn, því þó að hér séu engir frístundastyrkir til foreldra þá kemur bæjarfélagið verulega mikið að niðurgreiðslu á íþróttum og tómstundum barna. Kostnaður foreldra er því mjög lítill samanborið við önnur bæjarfélög sem við höfum kannað,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.Með þeim lægstu Akureyrarbær hækkaði nú um áramótin frístundastyrkinn um fjögur þúsund krónur og komst þannig hjá því að vera á botninum í þessari könnun. „Þetta var þörf hækkun til að koma til móts við taktinn,“ segir Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála. „Ég veit að við erum með lægri styrk en á móti kemur að æfingagjöldin eru almennt lægri á Akureyri.“Mánaðargreiðslur eru hvatning Hafnarfjarðarbær greiðir lægstu frístundastyrkina á höfuðborgarsvæðinu og er eina sveitarfélagið sem dreifir styrknum niður á mánuði. Yngri börn fá 1.700 kr. á mánuði og eldri 2.550 krónur. Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir mánaðargreiðslur vera hugsaðar til að viðhalda fastri ástundun og virkni allt árið. „Í stað þess að styrkurinn klárist í byrjun árs þá hvetja mánaðargreiðslur til að börn haldi áfram út árið í tómstundum og hærri greiðslur fyrir eldri börn hvetja unglinga til að halda áfram í tómstundum.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira