Nálgunarbanni hafnað þar sem húsbrot eða líkamsárás þóttu ekki sönnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 22:32 Meðal þess sem aðilum bar ekki saman um var hvort maðurinn hefði skemmt hurð á heimilinu eða jólakrans sem hékk á hurðinni hefði gert það. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli ekki sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Var það gert þar sem ekki þótti unnt að staðhæfa að maðurinn lægi undir rökstuddum grun um tilraunir til líkamsárása eða húsbrot. Maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman fimm ára gamlan son sem móðirin er með fulla forsjá yfir samkvæmt dómsátt en maðurinn nýtur umgengnisréttar. Farið var fram á nálgunarbannið eftir að lögregla var kölluð að heimili konunnar og móður hennar þann 26. desember þar sem sló í brýnu milli aðila. Í dómsátt aðila var meðal annars fjallað um umgengi um jólin. Ætlaði maðurinn að sækja drenginn á annan í jólum og skyldi drengurinn dvelja hjá honum fram á nýja árið. Samkvæmt dómsáttinni átti móðirin að sjá til þess að foreldrar hennar yrðu ekki viðstaddir þegar drengurinn yrði sóttur.Maðurinn bíður dóms vegna líkamsárásar gegn barninu Í skýrslutöku hjá lögreglu bar konan því við að þegar maðurinn, ásamt fjórtán ára syni sínum úr fyrra sambandi, kom til að sækja son þeirra hafi hann hafið að hamra á húsi hennar. Hún hafi sent honum SMS-skeyti og beðið hann um að hætta þessum hamagangi en síðar farið út til að ræða við hann. Hann hafi hins vegar ekki verið viðræðuhæfur. Þegar hún ætlaði að loka hurðinni á ný hafi hann sett höndina milli stafs og hurðar og klemmst. Maðurinn hafi síðar reynt að skalla hana. Móðir konunnar hafði svipaða sögu að segja. Hún hafi orðið mjög skelkuð þegar maðurinn hafi kallað inn um bréfalúguna „pabbi er hér, kominn til að sækja þig.“ Hún bar því einnig við að útidyrahurð hússins væri stórskemmd og sennilega ónýt eftir hamaganginn í manninum. Saga mannsins er hins vegar allt önnur. Samkvæmt framburði hans hafi hann rétt út faðminn til að taka á móti syni sínum en barnsmóðir hans hafi þá hrópað „ertu að skalla mig?“ Skemmdirnar á hurðinni hafi ekki verið hans sök heldur afleiðing þess að jólakrans féll í hurðarfalsið og að móðir konunnar hafi skellt henni ítrekað. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Hæstarétti, kemur fram að þar sem frásögnunum beri ekki saman sé ekki unnt að fullyrða að maðurinn hafi hótað eða gert tilraun til að beita ofbeldi eða tilraun til húsbrots. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konan fer fram á nálgunarbann gegn manninum en það reyndi hún einnig í júlí 2014. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Í janúar í fyrra var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en málið verður tekið fyrir af dómnum í mánuðinum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að maðurinn biði dóms vegna líkamsárásar gegn syni sínum. Það er kolrangt. Hið rétta er að maðurinn bíður dóms vegna árásar gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Beðist er afsökunar á þessu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli ekki sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Var það gert þar sem ekki þótti unnt að staðhæfa að maðurinn lægi undir rökstuddum grun um tilraunir til líkamsárása eða húsbrot. Maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman fimm ára gamlan son sem móðirin er með fulla forsjá yfir samkvæmt dómsátt en maðurinn nýtur umgengnisréttar. Farið var fram á nálgunarbannið eftir að lögregla var kölluð að heimili konunnar og móður hennar þann 26. desember þar sem sló í brýnu milli aðila. Í dómsátt aðila var meðal annars fjallað um umgengi um jólin. Ætlaði maðurinn að sækja drenginn á annan í jólum og skyldi drengurinn dvelja hjá honum fram á nýja árið. Samkvæmt dómsáttinni átti móðirin að sjá til þess að foreldrar hennar yrðu ekki viðstaddir þegar drengurinn yrði sóttur.Maðurinn bíður dóms vegna líkamsárásar gegn barninu Í skýrslutöku hjá lögreglu bar konan því við að þegar maðurinn, ásamt fjórtán ára syni sínum úr fyrra sambandi, kom til að sækja son þeirra hafi hann hafið að hamra á húsi hennar. Hún hafi sent honum SMS-skeyti og beðið hann um að hætta þessum hamagangi en síðar farið út til að ræða við hann. Hann hafi hins vegar ekki verið viðræðuhæfur. Þegar hún ætlaði að loka hurðinni á ný hafi hann sett höndina milli stafs og hurðar og klemmst. Maðurinn hafi síðar reynt að skalla hana. Móðir konunnar hafði svipaða sögu að segja. Hún hafi orðið mjög skelkuð þegar maðurinn hafi kallað inn um bréfalúguna „pabbi er hér, kominn til að sækja þig.“ Hún bar því einnig við að útidyrahurð hússins væri stórskemmd og sennilega ónýt eftir hamaganginn í manninum. Saga mannsins er hins vegar allt önnur. Samkvæmt framburði hans hafi hann rétt út faðminn til að taka á móti syni sínum en barnsmóðir hans hafi þá hrópað „ertu að skalla mig?“ Skemmdirnar á hurðinni hafi ekki verið hans sök heldur afleiðing þess að jólakrans féll í hurðarfalsið og að móðir konunnar hafi skellt henni ítrekað. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Hæstarétti, kemur fram að þar sem frásögnunum beri ekki saman sé ekki unnt að fullyrða að maðurinn hafi hótað eða gert tilraun til að beita ofbeldi eða tilraun til húsbrots. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konan fer fram á nálgunarbann gegn manninum en það reyndi hún einnig í júlí 2014. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Í janúar í fyrra var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en málið verður tekið fyrir af dómnum í mánuðinum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að maðurinn biði dóms vegna líkamsárásar gegn syni sínum. Það er kolrangt. Hið rétta er að maðurinn bíður dóms vegna árásar gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Beðist er afsökunar á þessu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent