Verður sendur úr landi á morgun Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:00 Rússneskur hælisleitandi sem farið hefur huldu höfði á Íslandi um nokkurra mánaða skeið var handtekinn í vikunni og verður sendur úr landi áður en kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað í máli hans. Maðurinn er samkynhneigður og segist ekki geta snúið aftur til Rússlands. Eduard Sakesh sótti um hæli hér á landi á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað í heimalandinu vegna ofsókna. Hann er samkynhneigður og var virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín. Stöð2 ræddi við hann í september síðastliðnum þar sem hann sagði frá ítrekuðum líkamsárásum sem hann varð fyrir áður en hann flýði land.Getur ekki beðið þess að rússneskt samfélag breytist Vegna þess að Eduard sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Í Frakklandi hafði mál hans hinsvegar verið mánuðum saman í kerfinu án þess að hann fengi nokkra félagslega aðstoð á meðan, né atvinnuleyfi til að vinna fyrir sér. Hann bjóð því í tjaldi sem hann bjó sér sjálfur til úr rusli, áður en hann gafst upp og ákvað að koma til Íslands. Hann segist ekkert bíða sín í Frakklandi og hann býst heldur ekki við að eiga nokkurn tíma afturkvæmt til heimalandsins Rússlands. „Þar búa of margir sem haldnir eru hómófóbíu. Ég get ekki snúið aftur, því það er raunverulega of hættulegt fyrir mig. Ég veit ekki hvort það muni kannski breytast á næstu 20 árum, eða 30 árum, en það er of langur tími fyrir mig til að bíða."Vill ekki vera baggi á samfélaginu Eudard hefur farið huldu höfði hér síðustu mánuði síðan umsókn hans var hafnað, en nú í vikunni var hann handtekinn þegar lögreglan stöðvaði hann undir stýri þar sem hann var að aka vini sínum á sjúkrahús. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu. Honum hefur verið tilkynnt að hann verðir sendur úr landi á morgun, föstudag. Lögmaður hans, Leifur Runólfsson, hefur farið fram á að málið verði tekið upp aftur hjá kærunefnd útlendingamála, en fékk þau svör að það verði ekki gert fyrr en 14. janúar. Þá verður þegar búið að senda Eduard úr landi. „Hann óskar eftir að fá hæli hér á landi til að fá að starfa og lifa hér. Hann er ekki kominn hingað til að setjast upp á íslensku þjóðina. Hann er með háskólamenntun og vill bara lifa sínu lífi. Hann telur Ísland vera öruggasta land í heimi, ég held við getum tekið undir það með honum, og hann vill bara byggja hér upp gott líf eins og hver annar einstaklingur," segir Leifur. Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Rússneskur hælisleitandi sem farið hefur huldu höfði á Íslandi um nokkurra mánaða skeið var handtekinn í vikunni og verður sendur úr landi áður en kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað í máli hans. Maðurinn er samkynhneigður og segist ekki geta snúið aftur til Rússlands. Eduard Sakesh sótti um hæli hér á landi á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað í heimalandinu vegna ofsókna. Hann er samkynhneigður og var virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín. Stöð2 ræddi við hann í september síðastliðnum þar sem hann sagði frá ítrekuðum líkamsárásum sem hann varð fyrir áður en hann flýði land.Getur ekki beðið þess að rússneskt samfélag breytist Vegna þess að Eduard sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Í Frakklandi hafði mál hans hinsvegar verið mánuðum saman í kerfinu án þess að hann fengi nokkra félagslega aðstoð á meðan, né atvinnuleyfi til að vinna fyrir sér. Hann bjóð því í tjaldi sem hann bjó sér sjálfur til úr rusli, áður en hann gafst upp og ákvað að koma til Íslands. Hann segist ekkert bíða sín í Frakklandi og hann býst heldur ekki við að eiga nokkurn tíma afturkvæmt til heimalandsins Rússlands. „Þar búa of margir sem haldnir eru hómófóbíu. Ég get ekki snúið aftur, því það er raunverulega of hættulegt fyrir mig. Ég veit ekki hvort það muni kannski breytast á næstu 20 árum, eða 30 árum, en það er of langur tími fyrir mig til að bíða."Vill ekki vera baggi á samfélaginu Eudard hefur farið huldu höfði hér síðustu mánuði síðan umsókn hans var hafnað, en nú í vikunni var hann handtekinn þegar lögreglan stöðvaði hann undir stýri þar sem hann var að aka vini sínum á sjúkrahús. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu. Honum hefur verið tilkynnt að hann verðir sendur úr landi á morgun, föstudag. Lögmaður hans, Leifur Runólfsson, hefur farið fram á að málið verði tekið upp aftur hjá kærunefnd útlendingamála, en fékk þau svör að það verði ekki gert fyrr en 14. janúar. Þá verður þegar búið að senda Eduard úr landi. „Hann óskar eftir að fá hæli hér á landi til að fá að starfa og lifa hér. Hann er ekki kominn hingað til að setjast upp á íslensku þjóðina. Hann er með háskólamenntun og vill bara lifa sínu lífi. Hann telur Ísland vera öruggasta land í heimi, ég held við getum tekið undir það með honum, og hann vill bara byggja hér upp gott líf eins og hver annar einstaklingur," segir Leifur.
Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45
Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00