Verður sendur úr landi á morgun Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:00 Rússneskur hælisleitandi sem farið hefur huldu höfði á Íslandi um nokkurra mánaða skeið var handtekinn í vikunni og verður sendur úr landi áður en kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað í máli hans. Maðurinn er samkynhneigður og segist ekki geta snúið aftur til Rússlands. Eduard Sakesh sótti um hæli hér á landi á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað í heimalandinu vegna ofsókna. Hann er samkynhneigður og var virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín. Stöð2 ræddi við hann í september síðastliðnum þar sem hann sagði frá ítrekuðum líkamsárásum sem hann varð fyrir áður en hann flýði land.Getur ekki beðið þess að rússneskt samfélag breytist Vegna þess að Eduard sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Í Frakklandi hafði mál hans hinsvegar verið mánuðum saman í kerfinu án þess að hann fengi nokkra félagslega aðstoð á meðan, né atvinnuleyfi til að vinna fyrir sér. Hann bjóð því í tjaldi sem hann bjó sér sjálfur til úr rusli, áður en hann gafst upp og ákvað að koma til Íslands. Hann segist ekkert bíða sín í Frakklandi og hann býst heldur ekki við að eiga nokkurn tíma afturkvæmt til heimalandsins Rússlands. „Þar búa of margir sem haldnir eru hómófóbíu. Ég get ekki snúið aftur, því það er raunverulega of hættulegt fyrir mig. Ég veit ekki hvort það muni kannski breytast á næstu 20 árum, eða 30 árum, en það er of langur tími fyrir mig til að bíða."Vill ekki vera baggi á samfélaginu Eudard hefur farið huldu höfði hér síðustu mánuði síðan umsókn hans var hafnað, en nú í vikunni var hann handtekinn þegar lögreglan stöðvaði hann undir stýri þar sem hann var að aka vini sínum á sjúkrahús. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu. Honum hefur verið tilkynnt að hann verðir sendur úr landi á morgun, föstudag. Lögmaður hans, Leifur Runólfsson, hefur farið fram á að málið verði tekið upp aftur hjá kærunefnd útlendingamála, en fékk þau svör að það verði ekki gert fyrr en 14. janúar. Þá verður þegar búið að senda Eduard úr landi. „Hann óskar eftir að fá hæli hér á landi til að fá að starfa og lifa hér. Hann er ekki kominn hingað til að setjast upp á íslensku þjóðina. Hann er með háskólamenntun og vill bara lifa sínu lífi. Hann telur Ísland vera öruggasta land í heimi, ég held við getum tekið undir það með honum, og hann vill bara byggja hér upp gott líf eins og hver annar einstaklingur," segir Leifur. Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Rússneskur hælisleitandi sem farið hefur huldu höfði á Íslandi um nokkurra mánaða skeið var handtekinn í vikunni og verður sendur úr landi áður en kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað í máli hans. Maðurinn er samkynhneigður og segist ekki geta snúið aftur til Rússlands. Eduard Sakesh sótti um hæli hér á landi á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað í heimalandinu vegna ofsókna. Hann er samkynhneigður og var virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín. Stöð2 ræddi við hann í september síðastliðnum þar sem hann sagði frá ítrekuðum líkamsárásum sem hann varð fyrir áður en hann flýði land.Getur ekki beðið þess að rússneskt samfélag breytist Vegna þess að Eduard sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Í Frakklandi hafði mál hans hinsvegar verið mánuðum saman í kerfinu án þess að hann fengi nokkra félagslega aðstoð á meðan, né atvinnuleyfi til að vinna fyrir sér. Hann bjóð því í tjaldi sem hann bjó sér sjálfur til úr rusli, áður en hann gafst upp og ákvað að koma til Íslands. Hann segist ekkert bíða sín í Frakklandi og hann býst heldur ekki við að eiga nokkurn tíma afturkvæmt til heimalandsins Rússlands. „Þar búa of margir sem haldnir eru hómófóbíu. Ég get ekki snúið aftur, því það er raunverulega of hættulegt fyrir mig. Ég veit ekki hvort það muni kannski breytast á næstu 20 árum, eða 30 árum, en það er of langur tími fyrir mig til að bíða."Vill ekki vera baggi á samfélaginu Eudard hefur farið huldu höfði hér síðustu mánuði síðan umsókn hans var hafnað, en nú í vikunni var hann handtekinn þegar lögreglan stöðvaði hann undir stýri þar sem hann var að aka vini sínum á sjúkrahús. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu. Honum hefur verið tilkynnt að hann verðir sendur úr landi á morgun, föstudag. Lögmaður hans, Leifur Runólfsson, hefur farið fram á að málið verði tekið upp aftur hjá kærunefnd útlendingamála, en fékk þau svör að það verði ekki gert fyrr en 14. janúar. Þá verður þegar búið að senda Eduard úr landi. „Hann óskar eftir að fá hæli hér á landi til að fá að starfa og lifa hér. Hann er ekki kominn hingað til að setjast upp á íslensku þjóðina. Hann er með háskólamenntun og vill bara lifa sínu lífi. Hann telur Ísland vera öruggasta land í heimi, ég held við getum tekið undir það með honum, og hann vill bara byggja hér upp gott líf eins og hver annar einstaklingur," segir Leifur.
Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45
Hinsegin hælisleitendum fjölgar Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi. 25. september 2015 21:00