Fjölga þarf innflytjendum til að standa undir hagvexti Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:30 Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum. Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum.
Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49