Ásakanir um óheilindi ganga á víxl í Eyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ráðning slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum án auglýsingar er gagnrýnd af fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Fréttablaðið/Pjetur „Ótrúlega illa staðið að þessu öllu saman og að mínu mati alls ekki í samræmi við starfsreglur,“ segir í bókun sem Georg Eiður Arnarson, fulltrúi Eyjalistans, lagði fram í Framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja þegar ráðning nýs slökkviliðsstjóra var kynnt þar á miðvikudaginn. Friðrik Páll Arnfinnsson eldvarnaeftirlitsmaður var ráðinn sem slökkviliðsstjóri. Skipulagi var samhliða breytt til fyrra horfs þannig að starfssvið eldvarnaeftirlitsmanns var sameinað hlutverki slökkviliðsstjóra. „Að mínu mati hefði átt að bjóða varaslökkviliðsstjóra stöðuna, enda starfað yfir 40 ár í slökkviliðinu og hafði svo sannarlega áhuga á starfinu. Að öðru leyti hefði átt að auglýsa stöðuna, en þar sem fyrir liggur ráðning á Friðriki Páli Arnfinnssyni, þá vil ég fyrir hönd okkar á Eyjalistanum óska honum til hamingju með starfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í bókun Georgs Eiðs.Elliði Vignisson.„Ef fulltrúi E-listans er ósáttur við þá verkferla sem unnið er eftir af starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar er honum bent á að fara rétta leið til þess að ná fram breytingum á þeim verkferlum, frekar en að ráðast að starfsmönnum bæjarfélagsins í pólitískum tilgangi,“ bókuðu fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í framkvæmdaráðinu. Þá gagnrýndu sjálfstæðismennirnir einnig Eið Georg harðlega í sérstakri bókun undir liðnum „Verklag og siðareglur kjörinna fulltrúa í Framkvæmda- og hafnarráði“. Sögðu þeir hann hafa veist ómaklega að starfsmönnum bæjarins með ummælum sem krefjist frekari skýringar. Þá var farið yfir meðferð tillagna sem Georg Eiður hefur sett fram í ráðinu. „Fulltrúinn hefur haft mörg orð um „hirð“ bæjarstjórans og að hans stefna sé að koma einhverjum úr hirðinni inn í allar stjórnir og allar stofnanir á vegum bæjarins,“ segir í bókuninni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri. „Að halda því fram að fulltrúar í ráðum og nefndum á vegum bæjarins beri ekki hagsmuni bæjarbúa fyrir brjósti, heldur gangi þar erinda eins manns eru alvarlegar ásakanir sem fulltrúi E-listans verður að skýra betur og benda á dæmi um.“ Að öðrum kosti eigi Georg Eiður að biðjast afsökunar. „Ég harma það að bæði framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður Framkvæmda- og hafnarráðs hafi farið með ósannindi varðandi upplýsingagjöf til handa fulltrúum Eyjalistans í Framkvæmda- og hafnarráði er varðar ráðningu slökkviliðsstjóra,“ segir í svarbókun Georgs Eiðs Arnarsonar. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
„Ótrúlega illa staðið að þessu öllu saman og að mínu mati alls ekki í samræmi við starfsreglur,“ segir í bókun sem Georg Eiður Arnarson, fulltrúi Eyjalistans, lagði fram í Framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja þegar ráðning nýs slökkviliðsstjóra var kynnt þar á miðvikudaginn. Friðrik Páll Arnfinnsson eldvarnaeftirlitsmaður var ráðinn sem slökkviliðsstjóri. Skipulagi var samhliða breytt til fyrra horfs þannig að starfssvið eldvarnaeftirlitsmanns var sameinað hlutverki slökkviliðsstjóra. „Að mínu mati hefði átt að bjóða varaslökkviliðsstjóra stöðuna, enda starfað yfir 40 ár í slökkviliðinu og hafði svo sannarlega áhuga á starfinu. Að öðru leyti hefði átt að auglýsa stöðuna, en þar sem fyrir liggur ráðning á Friðriki Páli Arnfinnssyni, þá vil ég fyrir hönd okkar á Eyjalistanum óska honum til hamingju með starfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í bókun Georgs Eiðs.Elliði Vignisson.„Ef fulltrúi E-listans er ósáttur við þá verkferla sem unnið er eftir af starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar er honum bent á að fara rétta leið til þess að ná fram breytingum á þeim verkferlum, frekar en að ráðast að starfsmönnum bæjarfélagsins í pólitískum tilgangi,“ bókuðu fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í framkvæmdaráðinu. Þá gagnrýndu sjálfstæðismennirnir einnig Eið Georg harðlega í sérstakri bókun undir liðnum „Verklag og siðareglur kjörinna fulltrúa í Framkvæmda- og hafnarráði“. Sögðu þeir hann hafa veist ómaklega að starfsmönnum bæjarins með ummælum sem krefjist frekari skýringar. Þá var farið yfir meðferð tillagna sem Georg Eiður hefur sett fram í ráðinu. „Fulltrúinn hefur haft mörg orð um „hirð“ bæjarstjórans og að hans stefna sé að koma einhverjum úr hirðinni inn í allar stjórnir og allar stofnanir á vegum bæjarins,“ segir í bókuninni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri. „Að halda því fram að fulltrúar í ráðum og nefndum á vegum bæjarins beri ekki hagsmuni bæjarbúa fyrir brjósti, heldur gangi þar erinda eins manns eru alvarlegar ásakanir sem fulltrúi E-listans verður að skýra betur og benda á dæmi um.“ Að öðrum kosti eigi Georg Eiður að biðjast afsökunar. „Ég harma það að bæði framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður Framkvæmda- og hafnarráðs hafi farið með ósannindi varðandi upplýsingagjöf til handa fulltrúum Eyjalistans í Framkvæmda- og hafnarráði er varðar ráðningu slökkviliðsstjóra,“ segir í svarbókun Georgs Eiðs Arnarsonar.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira