Íbúar á Hvolsvelli óánægðir með skerta heilsugæsluþjónustu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Halda á íbúafund á Hvolsvelli á mánudag vegna óánægju með skertan opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. „Um langt skeið hefur sveitarstjórn reynt að fá fund með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til þess að fá útskýringar á því hvers vegna Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli var ekki opnuð eins og gert var ráð fyrir 1. september síðastliðinn," segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. "Það var ekki fyrr en við vorum búin að fara tvisvar sinnum á fund forstjóra sem stöðin var opnuð – en það var 16. nóvember og þá með skertum opnunartíma." Ísólfur Gylfi segir að í stað þess að vera opin alla virka daga á veturna eins og áður tíðkaðist sé heilsugæslan á Hvolsvelli nú aðeins opin þrjá daga í viku. Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sveitarfélagið gert heilsufarssamninga við HSU sem feli í sér að starfsmenn sveitarfélagsins fá þjónustu alla virka daga milli klukkan átta og níu í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. "Það gefur auga leið að með takmarkaðri opnun er ekki staðið við samninginn af hálfu HSU," segir Ísólfur Gylfi sem kveður forstjóra HSU munu mæta á íbúafundinn til að skýra afstöðu stofnunarinnar. Búast má við talsverðum fjölda á íbúafundinum miðað við að síðdegis í gær höfðu 186 manns þegar skrifað undir skjal á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þess er krafist að skerðingin á opnunartímanum verði dregin til baka. "Öll óvissa í þessum málaflokki reynir mjög á íbúa," segir í bréfi þar sem sveitarstjórnin býður fulltrúum HSU á íbúafundinn á mánudag. Í bréfinu kemur fram að forstjóri HSU telji þjónustuna á Hvolselli hafa verið bætta en að því sé sveitarstjórnin ósammála. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Halda á íbúafund á Hvolsvelli á mánudag vegna óánægju með skertan opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. „Um langt skeið hefur sveitarstjórn reynt að fá fund með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til þess að fá útskýringar á því hvers vegna Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli var ekki opnuð eins og gert var ráð fyrir 1. september síðastliðinn," segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. "Það var ekki fyrr en við vorum búin að fara tvisvar sinnum á fund forstjóra sem stöðin var opnuð – en það var 16. nóvember og þá með skertum opnunartíma." Ísólfur Gylfi segir að í stað þess að vera opin alla virka daga á veturna eins og áður tíðkaðist sé heilsugæslan á Hvolsvelli nú aðeins opin þrjá daga í viku. Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sveitarfélagið gert heilsufarssamninga við HSU sem feli í sér að starfsmenn sveitarfélagsins fá þjónustu alla virka daga milli klukkan átta og níu í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. "Það gefur auga leið að með takmarkaðri opnun er ekki staðið við samninginn af hálfu HSU," segir Ísólfur Gylfi sem kveður forstjóra HSU munu mæta á íbúafundinn til að skýra afstöðu stofnunarinnar. Búast má við talsverðum fjölda á íbúafundinum miðað við að síðdegis í gær höfðu 186 manns þegar skrifað undir skjal á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þess er krafist að skerðingin á opnunartímanum verði dregin til baka. "Öll óvissa í þessum málaflokki reynir mjög á íbúa," segir í bréfi þar sem sveitarstjórnin býður fulltrúum HSU á íbúafundinn á mánudag. Í bréfinu kemur fram að forstjóri HSU telji þjónustuna á Hvolselli hafa verið bætta en að því sé sveitarstjórnin ósammála.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira