Hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 17:53 Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun. Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun.
Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07
Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26
Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21