Samfélagið gaf risastórt knús eftir eldsvoðann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Jóhanna Ósk ásamt syni sínum, Óðni. Hún ásamt allri fjölskyldunni mun mæta á tónleikana annað kvöld. Vísir/Hanna Fyrir tveimur vikum varð eldsvoði á Seltjarnarnesi. Jóhanna Ósk Snædal og fjölskylda hennar hafa búið í húsinu síðustu þrjátíu ár. Jóhanna er sjálf flutt að heiman en faðir hennar og bróðir bjuggu í húsinu þegar bruninn varð. Síðasta árið hefur verið fjölskyldunni erfitt. Þau misstu húsið á nauðungaruppboði í apríl, móðir Jóhönnu lést í júlí eftir fimm ára baráttu við krabbamein og mánuði síðar brann húsið. „Veikindi mömmu tóku gífurlega á og missirinn er mikill enda var hún kletturinn í fjölskyldunni sem hélt okkur öllum saman. Fyrir utan andlega álagið þá lentu foreldrar mínir í fjárhagskröggum sem varð til þess að þau misstu húsið en þau fengu leyfi til að leigja það í eitt ár,“ segir Jóhanna. Fjölskyldan var nýbúin að ganga frá eigum og fötum móðurinnar þegar bruninn varð en eldurinn, reyk- og vatnsskemmdir eyðilögðu allt innbú fjölskyldunnar.Eldur kviknaði í stofunni á æskuheimili Jóhönnu á Seltjarnarnesi. Reyk- og vatnsskemmdir eyðilögðu allt innbú. Fréttablaðið/Ernir „Fyrir utan myndaalbúmin. Þau eru flest heil og við erum gífurlega þakklát fyrir að eiga myndirnar, ekki síst af mömmu.“ Ekki er staðfest hver eldsupptök voru en talið er að kviknað hafi í túbusjónvarpi í stofunni. Faðir Jóhönnu stendur nú uppi eignalaus á afar erfiðum tímapunkti í lífinu. Hann treysti sér ekki til að koma fram í fjölmiðlum en hann er þessa dagana að koma sér fyrir í nýrri íbúð ásamt bróður Jóhönnu. Jóhanna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún bað um stuðning fyrir föður sinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæpar tvær milljónir hafa safnast á styrktarreikning og á morgun verða haldnir styrktartónleikar. „Ég á ekki orð yfir góðmennsku Íslendinga. Við erum svo snortin og það er svo gott að finna þennan stuðning, ekki endilega fjárhagslega, heldur tilfinningalega. Mér þykir svo vænt um þetta og hjartað hefur stækkað um fimm númer. Þetta er eins og risastórt knús frá samfélaginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hundurinn Perla gerði nágrönnum viðvart um eldinn á Seltjarnarnesi Tjónið er töluvert en eldsupptök eru enn ókunn. Heimilishundurinn drapst í eldsvoðanum. 16. ágúst 2016 21:06 Fjölskyldan á Melabraut leitar eftir húsnæði: „Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt innbú“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir feðgana sem bjuggu í húsinu. 17. ágúst 2016 18:28 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Fyrir tveimur vikum varð eldsvoði á Seltjarnarnesi. Jóhanna Ósk Snædal og fjölskylda hennar hafa búið í húsinu síðustu þrjátíu ár. Jóhanna er sjálf flutt að heiman en faðir hennar og bróðir bjuggu í húsinu þegar bruninn varð. Síðasta árið hefur verið fjölskyldunni erfitt. Þau misstu húsið á nauðungaruppboði í apríl, móðir Jóhönnu lést í júlí eftir fimm ára baráttu við krabbamein og mánuði síðar brann húsið. „Veikindi mömmu tóku gífurlega á og missirinn er mikill enda var hún kletturinn í fjölskyldunni sem hélt okkur öllum saman. Fyrir utan andlega álagið þá lentu foreldrar mínir í fjárhagskröggum sem varð til þess að þau misstu húsið en þau fengu leyfi til að leigja það í eitt ár,“ segir Jóhanna. Fjölskyldan var nýbúin að ganga frá eigum og fötum móðurinnar þegar bruninn varð en eldurinn, reyk- og vatnsskemmdir eyðilögðu allt innbú fjölskyldunnar.Eldur kviknaði í stofunni á æskuheimili Jóhönnu á Seltjarnarnesi. Reyk- og vatnsskemmdir eyðilögðu allt innbú. Fréttablaðið/Ernir „Fyrir utan myndaalbúmin. Þau eru flest heil og við erum gífurlega þakklát fyrir að eiga myndirnar, ekki síst af mömmu.“ Ekki er staðfest hver eldsupptök voru en talið er að kviknað hafi í túbusjónvarpi í stofunni. Faðir Jóhönnu stendur nú uppi eignalaus á afar erfiðum tímapunkti í lífinu. Hann treysti sér ekki til að koma fram í fjölmiðlum en hann er þessa dagana að koma sér fyrir í nýrri íbúð ásamt bróður Jóhönnu. Jóhanna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún bað um stuðning fyrir föður sinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæpar tvær milljónir hafa safnast á styrktarreikning og á morgun verða haldnir styrktartónleikar. „Ég á ekki orð yfir góðmennsku Íslendinga. Við erum svo snortin og það er svo gott að finna þennan stuðning, ekki endilega fjárhagslega, heldur tilfinningalega. Mér þykir svo vænt um þetta og hjartað hefur stækkað um fimm númer. Þetta er eins og risastórt knús frá samfélaginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Hundurinn Perla gerði nágrönnum viðvart um eldinn á Seltjarnarnesi Tjónið er töluvert en eldsupptök eru enn ókunn. Heimilishundurinn drapst í eldsvoðanum. 16. ágúst 2016 21:06 Fjölskyldan á Melabraut leitar eftir húsnæði: „Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt innbú“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir feðgana sem bjuggu í húsinu. 17. ágúst 2016 18:28 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Hundurinn Perla gerði nágrönnum viðvart um eldinn á Seltjarnarnesi Tjónið er töluvert en eldsupptök eru enn ókunn. Heimilishundurinn drapst í eldsvoðanum. 16. ágúst 2016 21:06
Fjölskyldan á Melabraut leitar eftir húsnæði: „Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt innbú“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir feðgana sem bjuggu í húsinu. 17. ágúst 2016 18:28