Innlent

Öryggisávarp aðeins á ensku í Ameríkuflugi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air. Vísir/Villhelm
Ef um er að ræða fleiri þjóðerni en Íslendinga um borð er öryggisávarp einungis flutt á ensku í flugferðum WOW air, en ekki á bæði ensku og íslensku eins tíðkast í millilandaflugferðum íslenskra flugfélaga.

Fram kemur í svari frá WOW air um málið að þjóðerni gesta sé í hverju flugi mjög mismunandi, og til að tryggja sem besta athygli og skilning flestra um mikilvægar öryggisupplýsingar sé öryggisávarpið því einungis flutt á ensku þegar um er að ræða fleiri þjóðerni en Íslendinga um borð í hverju flugi.

Aðeins einn Íslendingur í flugi WOW air

Í flugi til Washington D.C. á dögunum var að til að mynda einungis einn Íslendingur um borð að sögn flugfreyju vélarinnar og þá var einungis farið yfir öryggisatriðin á ensku.

Aftur á móti ef einungis Íslendingar eru um borð til dæmis í sólarlandaflugi til Tenerife fer öryggisávarp eingöngu fram á íslensku. Fram kemur í svari WOW air að einnig sé öryggisspjald í hverjum sætisvasa sem skýri myndrænt út öryggisatriði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×