Viðhaldsfé Landspítalans dugir hvergi nærri Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Viðgerðir á Landakoti standa yfir og eru langt komnar í þessum áfanga. vísir/vilhelm Vegna fjárskorts hefur aðeins reynst mögulegt að sinna fjórðungi þess utanhússviðhalds sem verkfræðistofan Efla taldi aðkallandi á byggingum Landspítalans árið 2013 – alls 70 talsins. Árið 2013 vann verkfræðistofan Efla fyrir Landspítala úttekt á öllu húsnæði spítalans, viðgerðarþörf og áætlaði kostnað. Sett var upp þriggja ára viðhaldsáætlun. Skýrslan náði aðeins til utanhússviðhalds bygginga en Landspítali hefur notað þessa úttekt sem grunn í sinni áætlanagerð síðustu árin, en vegna fjárskorts ekki komist nándar nærri eins hratt í verkefnin og áætlun Eflu gerði ráð fyrir.Ingólfur ÞórissonMeð úttektinni taldi Efla að komin væri þokkaleg heildarmynd á ástand mannvirkja í eigu Landspítala, og kostnaðurinn metinn á þrjá milljarða króna að núvirði. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LSH, segir að 300 milljónir hafi verið settar í utanhússviðhald árin 2014, 2015 og 2016. Það sé um þriðjungur þess sem tiltekið var í úttekt Eflu en myndin hafi breyst nokkuð síðan. Einstakar viðhaldsaðgerðir hafa reynst umfangsmeiri en reiknað var með. „Ætli svona fljótt á litið megi ekki áætla að við höfum náð um fjórðungi af því sem lagt var upp með,“ segir Ingólfur sem áréttar að skýrslan nái í engu til viðhaldsþarfar innanhúss. „Fjárframlag til viðhalds á Landspítala hefur verið aukið töluvert síðustu þrjú árin, en það er eftir langt tímabil þar sem byggingarnar voru sveltar áratugum saman. Það hefur því safnast upp mikill hali sem við erum að vinna niður,“ segir Ingólfur og bætir við að alls ekki sé um sparnað að ræða því viðhaldsþörfin hverfur ekki. Ódýrast sé til lengdar að sinna viðhaldi bygginga jafnt og þétt árlega. „Ef viðhald er dregið lengi er hætta á lekum og þar með tilheyrandi skemmdum innanhúss og möguleika á mygluvexti innan bygginganna. Það er ekki þar með sagt að allur mygluvöxtur sé vegna þess að viðhald hefur ekki verið viðunandi, við höfum líka dæmi um að ný hús hafa verið það illa byggð að raki hefur safnast upp í þeim og mygla gert vart við sig,“ segir Ingólfur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vegna fjárskorts hefur aðeins reynst mögulegt að sinna fjórðungi þess utanhússviðhalds sem verkfræðistofan Efla taldi aðkallandi á byggingum Landspítalans árið 2013 – alls 70 talsins. Árið 2013 vann verkfræðistofan Efla fyrir Landspítala úttekt á öllu húsnæði spítalans, viðgerðarþörf og áætlaði kostnað. Sett var upp þriggja ára viðhaldsáætlun. Skýrslan náði aðeins til utanhússviðhalds bygginga en Landspítali hefur notað þessa úttekt sem grunn í sinni áætlanagerð síðustu árin, en vegna fjárskorts ekki komist nándar nærri eins hratt í verkefnin og áætlun Eflu gerði ráð fyrir.Ingólfur ÞórissonMeð úttektinni taldi Efla að komin væri þokkaleg heildarmynd á ástand mannvirkja í eigu Landspítala, og kostnaðurinn metinn á þrjá milljarða króna að núvirði. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LSH, segir að 300 milljónir hafi verið settar í utanhússviðhald árin 2014, 2015 og 2016. Það sé um þriðjungur þess sem tiltekið var í úttekt Eflu en myndin hafi breyst nokkuð síðan. Einstakar viðhaldsaðgerðir hafa reynst umfangsmeiri en reiknað var með. „Ætli svona fljótt á litið megi ekki áætla að við höfum náð um fjórðungi af því sem lagt var upp með,“ segir Ingólfur sem áréttar að skýrslan nái í engu til viðhaldsþarfar innanhúss. „Fjárframlag til viðhalds á Landspítala hefur verið aukið töluvert síðustu þrjú árin, en það er eftir langt tímabil þar sem byggingarnar voru sveltar áratugum saman. Það hefur því safnast upp mikill hali sem við erum að vinna niður,“ segir Ingólfur og bætir við að alls ekki sé um sparnað að ræða því viðhaldsþörfin hverfur ekki. Ódýrast sé til lengdar að sinna viðhaldi bygginga jafnt og þétt árlega. „Ef viðhald er dregið lengi er hætta á lekum og þar með tilheyrandi skemmdum innanhúss og möguleika á mygluvexti innan bygginganna. Það er ekki þar með sagt að allur mygluvöxtur sé vegna þess að viðhald hefur ekki verið viðunandi, við höfum líka dæmi um að ný hús hafa verið það illa byggð að raki hefur safnast upp í þeim og mygla gert vart við sig,“ segir Ingólfur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira