Ísland átti 75 prósent af Evrópuliðinu sem vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 10:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdótir og Björgvin Karl Guðmundsson fagna ógurlega The Crossfit Games Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira
Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira