Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 09:00 Þetta yrði eitthvað eins og maðurinn sagði. mynd/twitter Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“ MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“
MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00