Eliza með íslenskukennslu í kanadísku sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:00 Eliza og Guðni þegar Guðni tók við embætti forseta. Vísir/Eyþór Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00
Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30
Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19