Eliza með íslenskukennslu í kanadísku sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:00 Eliza og Guðni þegar Guðni tók við embætti forseta. Vísir/Eyþór Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00
Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30
Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19