Gríðarlegt álag á starfsmönnum Útlendingastofnunar: Rúmlega 180 hælisumsóknir hafa borist í nóvember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2016 19:30 Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira