Gríðarlegt álag á starfsmönnum Útlendingastofnunar: Rúmlega 180 hælisumsóknir hafa borist í nóvember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2016 19:30 Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Rúmlega 180 manns hafa sótt um hæli hér á landi í nóvember en síðast í gær komu 43 til landsins og sóttu um hæli. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir gríðarlegt álag á starfsmönnum stofnunarinnar. Þá eru búsetuúrræði öll yfirfull en gerður hefur verið samningur um leigu á gamla Herkastalanum. „Þetta færir heildartöluna okkar yfir árið í 940 umsóknir eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin sjái tölurnar alltaf hækka á milli mánaða en í október var heildarfjöldi umsókna um 200. Október var stærri en september og nóvember verði stærri en október. Felstir hælisleitendur koma á miðvikudögum og sunnudögum og hefur Útlendingastofnun tengt þá þróun við ákveðnar flugleiðir frá vestur-Balkanríkjunum en um 86% þeirra sem hafa sótt um hæli í nóvember koma þaðan. Árið 2015 störfuðu 38 manns hjá Útlendingastofnun en í dag starfa þar um 70 manns. Hins vegar hefur á sama tíma fjöldi umsókna um vernd tæplega þrefaldast. „Það er gríðarlega mikið álag á okkar starfsfólki þessa dagana og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta hefur áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þeim einstaklingum sem til okkar leita. Þjónustustigið hjá okkur er lækkandi eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn. Þá eru öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar yfirfull og reynir stofnunin eftir fremsta megni að útvega meira húsnæði. Á næstu dögum munu til að mynda um 100 hælisleitendur flytja inn í gamla Herkastalann í miðbæ Reykjavíkur. Það er fleiri að vinna að þessum málum en á dögunum ákvað ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík og Ungmennaráð Barnaheilla að slá til og hefja leikfangasöfnun fyrir börn í hælisleit. Talsvert mikið af fólki hefur gefið leikföng. Söfnunin heldur áfram á morgun og á næstu dögum verði lögföngunum raðað í pakka og þeim dreift til barnanna.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira