Innlent

Varð viðskila við ferðafélagann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Veður var gott og konan fannst eftir stutta leit.
Veður var gott og konan fannst eftir stutta leit. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út á sjötta tímanum í gær til að leita að göngukonu sem varð viðskila við ferðafélaga sinn. Eftir stutta leit fannst hún heil á húfi á Hamragarðsheiði við rætur Eyjafjallajökuls.

Að sögn Jóns Hermannssonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita tók á þriðja tug björgunarmanna, úr fjórum björgunarsveitum, þátt í leitinni. Veðurskilyrði voru með allra besta móti og gat konan gefið leitarmönnum grófa lýsingu á nærumhverfi sínu í gegnum síma.

Konan hafði verið á göngu við annan mann sem gekk öllu hraðar en hún til baka til bifreiðar þeirra. Skyndilega var konan ein á ferð og rataði ekki til baka í bílinn. Því leitaði hún til björgunarsveitanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×