Innlent

Sex drengir á Suðurnesjum stungu sig á sprautunálum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Drengirnir fundu nálarnar í húsnæði á Suðurnesjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Drengirnir fundu nálarnar í húsnæði á Suðurnesjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Síðastliðinn sunnudag voru sex litlir drengir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að þeir höfðu stungið sig á blóðugum sprautunálum.

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og í tilkynningu um málið frá henni kemur fram að strákarnir hafi fundið sprautur með nálum í húsnæði á Suðurnesjum sem hefur verið lengi í byggingu.

Það hafði verið birgt fyrir glugga og dyraop húsnæðisins en búið var að brjóta þann búnað frá. Þannig höfðu drengirnir komist inn, fundið sprauturnar og farið að skylmast með þeim. Sprautunum var eytt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Lögregla tilkynnir atvik af þessu tagi til barnaverndaryfirvalda auk þess sem haft er samband við húseiganda með ábendingu um úrbætur á húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×