Sérþarfir kvenna í neyð vilja oft gleymast Una Sighvatsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 20:00 Rétt rúmur mánuður er nú liðinn síðan Íraksher með hjálp bandamanna á Vesturlöndum gerðu áhlaup á borgina Mósúl sem hefur verið á valdi Ísis frá árinu 2014. Íbúar fengu viðvaranir og daginn fyrir innrásina höfðu 1900 almennir borgarar þegar lagt á flótta, en í viku hverri bætast þúsundir við og nú hafa tæplega sjötíu þúsund manns flúið heimili sín og hafast við í tjaldbúðum. Þar á meðal eru þúsundir kvenna sem höfðu þegar mátt þola gróft og langvarandi ofbeldi áður en innrásin hófst.Lifðu undir ægivaldi ISIS-manni „Þetta er eins og að fara úr öskunni í eldinn, þetta er hræðilegt. Þær voru voru undir ægivaldi vígamanna ISIS síðustu tvö ár. Þær voru sviptar öllu frelsi. Þeim var haldið heima hjá sér og máttu ekki einu sinni standa nálægt gluggunum því þær gætu sést þaðan. Þannig að þetta hafa verið vægast sagt ömurlegt ástand fyrir konur," segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Hjálparsamtök hafa undirbúið neyðaraðstoð við íbúa Mósúl í átta mánuði enda lá fyrir að innrás var í undirbúningi. „Við erum búin að setja upp griðastaði fyrir konur þar sem þær fá vernd og öryggi og áfallahjálp eftir gróft kynferðisofbeldi og sálrænan stuðning eftir þennan hræðilega tíma sem hefur verið í Mósúl undanfari tvö ár," segir Inga Dóra. Nauðsynjar svo konurnar geti lifað með sæmd UN Women hafa nú hafið neyðarsöfnun fyrir konurnar sem sárvantar nauðsynjar. Slagorðið söfnunarinnar er „Konum blæðir". „Það gleymist dálítið oft þegar verið er að skipuleggja neyðaraðstoð eða koma upp flóttamannabúðum að konur hafa sérstakar þarfir. Þær verða ófrískar, eignast börn og fara á blæðingar og þetta eru hlutir sem oft gleymist að taka tilit til þegar verið er að undirbúa hverju þurfi að dreifa í settunum, eða þær aðstæður sem konur þurfa að hafa," segir Inga Dóra. Í sæmdarsettunum svo kölluðu er að finna dömubindi, sápu og vasaljós. „Við biðjum fólk um að senda sms-ið Konur í 1900, þá dragast 1490 kr. af símareikningnum, og það er eitt sæmdarsett. þannig að saman getum við hjálpað mjög mörgum." Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á bankareikning 0101-05-268086, kt. 551090-2489 ásamt skýringunni Neyð. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Rétt rúmur mánuður er nú liðinn síðan Íraksher með hjálp bandamanna á Vesturlöndum gerðu áhlaup á borgina Mósúl sem hefur verið á valdi Ísis frá árinu 2014. Íbúar fengu viðvaranir og daginn fyrir innrásina höfðu 1900 almennir borgarar þegar lagt á flótta, en í viku hverri bætast þúsundir við og nú hafa tæplega sjötíu þúsund manns flúið heimili sín og hafast við í tjaldbúðum. Þar á meðal eru þúsundir kvenna sem höfðu þegar mátt þola gróft og langvarandi ofbeldi áður en innrásin hófst.Lifðu undir ægivaldi ISIS-manni „Þetta er eins og að fara úr öskunni í eldinn, þetta er hræðilegt. Þær voru voru undir ægivaldi vígamanna ISIS síðustu tvö ár. Þær voru sviptar öllu frelsi. Þeim var haldið heima hjá sér og máttu ekki einu sinni standa nálægt gluggunum því þær gætu sést þaðan. Þannig að þetta hafa verið vægast sagt ömurlegt ástand fyrir konur," segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Hjálparsamtök hafa undirbúið neyðaraðstoð við íbúa Mósúl í átta mánuði enda lá fyrir að innrás var í undirbúningi. „Við erum búin að setja upp griðastaði fyrir konur þar sem þær fá vernd og öryggi og áfallahjálp eftir gróft kynferðisofbeldi og sálrænan stuðning eftir þennan hræðilega tíma sem hefur verið í Mósúl undanfari tvö ár," segir Inga Dóra. Nauðsynjar svo konurnar geti lifað með sæmd UN Women hafa nú hafið neyðarsöfnun fyrir konurnar sem sárvantar nauðsynjar. Slagorðið söfnunarinnar er „Konum blæðir". „Það gleymist dálítið oft þegar verið er að skipuleggja neyðaraðstoð eða koma upp flóttamannabúðum að konur hafa sérstakar þarfir. Þær verða ófrískar, eignast börn og fara á blæðingar og þetta eru hlutir sem oft gleymist að taka tilit til þegar verið er að undirbúa hverju þurfi að dreifa í settunum, eða þær aðstæður sem konur þurfa að hafa," segir Inga Dóra. Í sæmdarsettunum svo kölluðu er að finna dömubindi, sápu og vasaljós. „Við biðjum fólk um að senda sms-ið Konur í 1900, þá dragast 1490 kr. af símareikningnum, og það er eitt sæmdarsett. þannig að saman getum við hjálpað mjög mörgum." Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á bankareikning 0101-05-268086, kt. 551090-2489 ásamt skýringunni Neyð.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira