Innlent

Sátt náðist fyrir gerðardómi eftir átta mánaða deilu

Birgir Olgeirsson skrifar
Isavia, Samtök atvinnulífsins og flugumferðarstjórar gerðu samning sem gildir til ársloka 2018.
Isavia, Samtök atvinnulífsins og flugumferðarstjórar gerðu samning sem gildir til ársloka 2018. Vísir/Heiða
Isavia, Samtök atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa gert sátt fyrir gerðardómi. Náðist sáttin síðastliðinn föstudag en kjaradeilan hafði staðið yfir frá því í nóvember síðastliðnum. Flugumferðarstjórar settu á yfirvinnubann 6. apríl síðastliðinn sem hefur valdið töluverðri röskun á innanlands- og millilandaflugi í um þrettán vikur.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir samninga hafa náðst 24. júní síðastliðinn sem gerðardómur fór yfir og mat hann sem svo að ákvæði samningsins féllu innan ramma þess sem lögin kveða á um, en sáttin gildir til loka árs 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×