Kvarta undan reglu um skil og gömlum lager Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. janúar 2016 08:00 Eftir sex vikur á útsölu telst útsöluverð vera orðið almennt verð og lækka þarf þá verðið aftur ef varan á enn að vera á útsölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helstu kvartanirnar sem Neytendasamtökunum berast þessa dagana eru vegna þess að ekki hefur náðst að skipta jólagjöfum áður en útsölurnar byrjuðu, að því er Sigurlína Sigurðardóttir, starfsmaður samtakanna, greinir frá. „Það getur flækt málin þegar útsölur byrja strax eftir jól og einhverjir eiga eftir að skila eða skipta jólagjöfum. Þá þurfa viðskiptavinir að hafa í huga að þeir eiga rétt á inneignarnótu sem miðar við upprunalegt verð vörunnar en inneignarnótu sem gefin er út innan 14 daga fyrir útsölu eða á meðan útsala stendur yfir er ekki heimilt að nota á útsölu nema með samþykki seljanda,“ tekur hún fram. Sigurlína bendir á að í raun sé enginn lögbundinn skilaréttur á Íslandi nema vara sé gölluð. „Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út verklagsreglur fyrir nokkrum árum um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf til að koma til móts við kröfu neytenda og verslana um formfastar reglur. Þessar reglur eru leiðbeinandi og verslunum er þess vegna ekki skylt að fara eftir þeim. Seljendur geta sett sínar eigin reglur um skilarétt og ættu neytendur að kynna sér vel hvaða reglur verslunin hefur sett um skilarétt áður en vara er keypt.“Það er ekkert óeðlilegt við sölu á gömlum lagerum. Verslunin tekur sjálf slíka ákvörðun en viðskiptavinurinn er náttúrlega viðskiptavild verslunarinnar. Ef seljendur vilja hafa fjölbreyttan hóp viðskiptavina verða þeir að sinna þeim. Það er ekkert flóknara en það. Sigurlína Sigurðardóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna.Hún getur þess að samkvæmt fyrrgreindum verklagsreglum gildi útsöluverð við skil eða skipti vöru sé hún keypt rétt fyrir útsölu. „Fólk áttar sig ekki alltaf á að þá getur það óskað eftir inneignarnótu sem miðar við upprunalegt verð.“ Neytendasamtökunum berast einnig kvartanir vegna gamalla lagera sem settir eru fram í verslanir þegar útsala er. Oft er um að ræða vörur sem þeir hafa aldrei séð í viðkomandi verslun áður. „Slíkar kvartanir koma alltaf annað slagið inn. Það er ekkert óeðlilegt við sölu á gömlum lagerum. Verslunin tekur sjálf slíka ákvörðun en viðskiptavinurinn er náttúrlega viðskiptavild verslunarinnar. Ef seljendur vilja hafa fjölbreyttan hóp viðskiptavina verða þeir að sinna þeim. Það er ekkert flóknara en það.“ Seljandi þarf að geta sannað að vara hafi í raun verið seld á því verði sem gefið er upp sem fyrra verð. Ekki er heimilt að hækka verð við upphaf útsölu til að blekkja neytendur. Eftir sex vikur á útsölu telst útsöluverð vera orðið almennt verð og lækka þarf þá verðið aftur ef varan á enn að vera á útsölu. Telji neytendur að þessar reglur séu brotnar geta þeir sent upplýsingar um það til Neytendastofu. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Helstu kvartanirnar sem Neytendasamtökunum berast þessa dagana eru vegna þess að ekki hefur náðst að skipta jólagjöfum áður en útsölurnar byrjuðu, að því er Sigurlína Sigurðardóttir, starfsmaður samtakanna, greinir frá. „Það getur flækt málin þegar útsölur byrja strax eftir jól og einhverjir eiga eftir að skila eða skipta jólagjöfum. Þá þurfa viðskiptavinir að hafa í huga að þeir eiga rétt á inneignarnótu sem miðar við upprunalegt verð vörunnar en inneignarnótu sem gefin er út innan 14 daga fyrir útsölu eða á meðan útsala stendur yfir er ekki heimilt að nota á útsölu nema með samþykki seljanda,“ tekur hún fram. Sigurlína bendir á að í raun sé enginn lögbundinn skilaréttur á Íslandi nema vara sé gölluð. „Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út verklagsreglur fyrir nokkrum árum um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf til að koma til móts við kröfu neytenda og verslana um formfastar reglur. Þessar reglur eru leiðbeinandi og verslunum er þess vegna ekki skylt að fara eftir þeim. Seljendur geta sett sínar eigin reglur um skilarétt og ættu neytendur að kynna sér vel hvaða reglur verslunin hefur sett um skilarétt áður en vara er keypt.“Það er ekkert óeðlilegt við sölu á gömlum lagerum. Verslunin tekur sjálf slíka ákvörðun en viðskiptavinurinn er náttúrlega viðskiptavild verslunarinnar. Ef seljendur vilja hafa fjölbreyttan hóp viðskiptavina verða þeir að sinna þeim. Það er ekkert flóknara en það. Sigurlína Sigurðardóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna.Hún getur þess að samkvæmt fyrrgreindum verklagsreglum gildi útsöluverð við skil eða skipti vöru sé hún keypt rétt fyrir útsölu. „Fólk áttar sig ekki alltaf á að þá getur það óskað eftir inneignarnótu sem miðar við upprunalegt verð.“ Neytendasamtökunum berast einnig kvartanir vegna gamalla lagera sem settir eru fram í verslanir þegar útsala er. Oft er um að ræða vörur sem þeir hafa aldrei séð í viðkomandi verslun áður. „Slíkar kvartanir koma alltaf annað slagið inn. Það er ekkert óeðlilegt við sölu á gömlum lagerum. Verslunin tekur sjálf slíka ákvörðun en viðskiptavinurinn er náttúrlega viðskiptavild verslunarinnar. Ef seljendur vilja hafa fjölbreyttan hóp viðskiptavina verða þeir að sinna þeim. Það er ekkert flóknara en það.“ Seljandi þarf að geta sannað að vara hafi í raun verið seld á því verði sem gefið er upp sem fyrra verð. Ekki er heimilt að hækka verð við upphaf útsölu til að blekkja neytendur. Eftir sex vikur á útsölu telst útsöluverð vera orðið almennt verð og lækka þarf þá verðið aftur ef varan á enn að vera á útsölu. Telji neytendur að þessar reglur séu brotnar geta þeir sent upplýsingar um það til Neytendastofu.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira