Allt að þrefalt hærri styrkur á Nesinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 07:30 Í könnun Fréttablaðsins á frístundastyrk fjórtán sveitarfélaga kemur í ljós gífurlegur munur á upphæð styrksins og hversu mörg ár börnin fá styrk. Seltjarnarnesbær greiðir hæsta frístundastyrkinn. Fyrir tveimur árum var styrkurinn hækkaður um tuttugu þúsund og er nú fimmtíu þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. „Við viljum styðja vel við barnafjölskyldurnar í sveitarfélaginu,“ segir Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri bæjarins. „Við fundum fyrir mikilli fjölgun iðkenda í íþróttafélögunum við hækkunina enda er þetta peningur sem barnafjölskyldur munar um. Við fylgjumst líka vel með því að íþróttafélögin hækki ekki gjöldin um leið og styrkurinn hækkar. Þessi peningur á að fara í vasa foreldra,“ segir Gunnar.Breiðbliksstúlkur keppa á móti ÍBV á Pæjumóti. Engir frístundastyrkir eru í Vestmannaeyjum en í Kópavogi var frístundstyrkurinn hækkaður um sjö þúsund krónum síðustu áramót og er nú 37 þúsund á ári.vísir/Óskar Pétur FriðrikssonEkki bolmagn í hærri styrk Árborg og Reykjanesbær eru með lægsta styrkinn í könnuninni eða 15 þúsund krónur á ári. „Það kemur upp umræða á hverju ári um að hækka styrkinn,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar. „Bolmagn sveitarfélagsins hefur bara ekki leyft það.“ Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að með þjálfarastyrkjum og góðum mannvirkjum sé stutt við íþróttafélög bæjarins. „Það skiptir líka miklu máli að búa vel að iðkendum. Einnig er mikilvægt að hafa vel menntaða og góða þjálfara, þannig liðkum við fyrir að hafa úrvalsfólk á öllum stöðum.“Styrkja með öðrum hætti Þrjú sveitarfélög í könnuninni eru ekki með frístundastyrki. Á Fljótsdalshéraði var bent á að börnum og unglingum væri boðið frítt í sund. Í Vestmannaeyjum hefur verið lögð áhersla á að styðja félög með rekstrarstyrkjum og í vissum tilvikum aðstöðu. „Félagsþjónustan veitir fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna barna vegna tómstundastarfa að uppfylltum ákveðnum forsendum. Eitthvað dró úr slíkum framlögum á síðasta ári,“ segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja. Í Ísafjarðarbæ er rekinn íþróttaskóli þar sem æfingagjöldum er haldið niðri og bærinn kemur einnig að rekstri Tónlistarskólans á Ísafirði. Fullt tónlistarnám kostar því aðeins 86.500 fyrir allan veturinn. „Við viljum meina að samanburðurinn hafi oft verið svolítið ósanngjarn, því þó að hér séu engir frístundastyrkir til foreldra þá kemur bæjarfélagið verulega mikið að niðurgreiðslu á íþróttum og tómstundum barna. Kostnaður foreldra er því mjög lítill samanborið við önnur bæjarfélög sem við höfum kannað,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.Með þeim lægstu Akureyrarbær hækkaði nú um áramótin frístundastyrkinn um fjögur þúsund krónur og komst þannig hjá því að vera á botninum í þessari könnun. „Þetta var þörf hækkun til að koma til móts við taktinn,“ segir Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála. „Ég veit að við erum með lægri styrk en á móti kemur að æfingagjöldin eru almennt lægri á Akureyri.“Mánaðargreiðslur eru hvatning Hafnarfjarðarbær greiðir lægstu frístundastyrkina á höfuðborgarsvæðinu og er eina sveitarfélagið sem dreifir styrknum niður á mánuði. Yngri börn fá 1.700 kr. á mánuði og eldri 2.550 krónur. Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir mánaðargreiðslur vera hugsaðar til að viðhalda fastri ástundun og virkni allt árið. „Í stað þess að styrkurinn klárist í byrjun árs þá hvetja mánaðargreiðslur til að börn haldi áfram út árið í tómstundum og hærri greiðslur fyrir eldri börn hvetja unglinga til að halda áfram í tómstundum.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í könnun Fréttablaðsins á frístundastyrk fjórtán sveitarfélaga kemur í ljós gífurlegur munur á upphæð styrksins og hversu mörg ár börnin fá styrk. Seltjarnarnesbær greiðir hæsta frístundastyrkinn. Fyrir tveimur árum var styrkurinn hækkaður um tuttugu þúsund og er nú fimmtíu þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. „Við viljum styðja vel við barnafjölskyldurnar í sveitarfélaginu,“ segir Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri bæjarins. „Við fundum fyrir mikilli fjölgun iðkenda í íþróttafélögunum við hækkunina enda er þetta peningur sem barnafjölskyldur munar um. Við fylgjumst líka vel með því að íþróttafélögin hækki ekki gjöldin um leið og styrkurinn hækkar. Þessi peningur á að fara í vasa foreldra,“ segir Gunnar.Breiðbliksstúlkur keppa á móti ÍBV á Pæjumóti. Engir frístundastyrkir eru í Vestmannaeyjum en í Kópavogi var frístundstyrkurinn hækkaður um sjö þúsund krónum síðustu áramót og er nú 37 þúsund á ári.vísir/Óskar Pétur FriðrikssonEkki bolmagn í hærri styrk Árborg og Reykjanesbær eru með lægsta styrkinn í könnuninni eða 15 þúsund krónur á ári. „Það kemur upp umræða á hverju ári um að hækka styrkinn,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar. „Bolmagn sveitarfélagsins hefur bara ekki leyft það.“ Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að með þjálfarastyrkjum og góðum mannvirkjum sé stutt við íþróttafélög bæjarins. „Það skiptir líka miklu máli að búa vel að iðkendum. Einnig er mikilvægt að hafa vel menntaða og góða þjálfara, þannig liðkum við fyrir að hafa úrvalsfólk á öllum stöðum.“Styrkja með öðrum hætti Þrjú sveitarfélög í könnuninni eru ekki með frístundastyrki. Á Fljótsdalshéraði var bent á að börnum og unglingum væri boðið frítt í sund. Í Vestmannaeyjum hefur verið lögð áhersla á að styðja félög með rekstrarstyrkjum og í vissum tilvikum aðstöðu. „Félagsþjónustan veitir fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna barna vegna tómstundastarfa að uppfylltum ákveðnum forsendum. Eitthvað dró úr slíkum framlögum á síðasta ári,“ segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja. Í Ísafjarðarbæ er rekinn íþróttaskóli þar sem æfingagjöldum er haldið niðri og bærinn kemur einnig að rekstri Tónlistarskólans á Ísafirði. Fullt tónlistarnám kostar því aðeins 86.500 fyrir allan veturinn. „Við viljum meina að samanburðurinn hafi oft verið svolítið ósanngjarn, því þó að hér séu engir frístundastyrkir til foreldra þá kemur bæjarfélagið verulega mikið að niðurgreiðslu á íþróttum og tómstundum barna. Kostnaður foreldra er því mjög lítill samanborið við önnur bæjarfélög sem við höfum kannað,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.Með þeim lægstu Akureyrarbær hækkaði nú um áramótin frístundastyrkinn um fjögur þúsund krónur og komst þannig hjá því að vera á botninum í þessari könnun. „Þetta var þörf hækkun til að koma til móts við taktinn,“ segir Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála. „Ég veit að við erum með lægri styrk en á móti kemur að æfingagjöldin eru almennt lægri á Akureyri.“Mánaðargreiðslur eru hvatning Hafnarfjarðarbær greiðir lægstu frístundastyrkina á höfuðborgarsvæðinu og er eina sveitarfélagið sem dreifir styrknum niður á mánuði. Yngri börn fá 1.700 kr. á mánuði og eldri 2.550 krónur. Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir mánaðargreiðslur vera hugsaðar til að viðhalda fastri ástundun og virkni allt árið. „Í stað þess að styrkurinn klárist í byrjun árs þá hvetja mánaðargreiðslur til að börn haldi áfram út árið í tómstundum og hærri greiðslur fyrir eldri börn hvetja unglinga til að halda áfram í tómstundum.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“