Jóhann kveður Hafró: „Óhætt að segja að starfsfólkið og Íslendingar hafi náð mjög miklum árangri“ Atli ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 15:19 Jóhann segist hlakka til að takast á við ný verkefni. Vísir/Vilhelm Jóhann Sigurjónsson mun láta af störfum forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar þann 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega sautján ár í embættinu. Jóhann mun þá hefja störf í utanríkisráðuneytinu þar sem hann mun gegna stöðu sérstaks erindreka íslenskra stjórnvalda varðandi málefni hafsins. Jóhann segir í samtali við Vísi að nýja starfið leggist mjög vel í sig og að hann hlakki til að takast á við ný verkefni. „Þarna gefst manni tækifæri til að nota sína þekkingu og reynslu á öðrum vettvangi. Þetta eru svolítið aðrar aðstæður heldur en við sjálft rannsóknarstarfið.“Þörf á að styrkja fyrirsvar og málatilbúnað ÍslandsJóhann segir að tilkoma nýju stöðunnar hafi helgast af því að mönnum hafi þótt þörf á að styrkja fyrirsvar og málatilbúnað Íslands á sviði málefna hafsins. „Það hafa orðið svo miklar breytingar í norðurhöfum á síðustu tuttugu árum eða svo, þar sem lífríkið hefur stórlega breyst. Við sjáum það með göngur og stærð fiskistofna á borð við makríkinn. Afleiðingar hafa kallað á ýmsar breytingar með tilliti til stjórnunar og samkomulags um veiðar á þessum stofnum. Síðan hafa líka orðið miklar og hraðari breytingar varðandi hlýnun hafsins og á norðurslóðum. Allt í einu eru þessi norðurslóðamál mjög í brennidepli. Þau snúa einnig að málefnum hafsins – meðal annars hvernig menn ætli að vernda lífríki og nytjastofna á norðurslóð og hvernig eigi að stjórna málum.“Ábyrgð Íslendinga er mikil Jóhann segir Íslendinga bera mikla ábyrgð þegar kemur að þessum málum auk þess að þarna séu miklir hagsmunir í húfi og ógnanir sem þarf að bregðast við. „Umhverfismál hafsins eru líka mjög mikilvæg og vaxandi og er snar þáttur í markaðssetningu á sjávarafurðum. Það er mikilvægt að við séum með stefnufestu og ábyrgð á því sviði. Það er mikilvægt að við Íslendingar stöndum okkur vel og þetta er nýnæmi að ráðuneytin fjögur sem koma að þessum málum hafi nú komið á formlegum vettvangi til að samhæfa og samræma kraftana. Slíkt sé nauðsynlegt þar sem unnið sé á fjölmörgum „frontum“ þegar kemur að málefnum hafsins,“ segir Jóhann.En hvernig er að kveðja Hafró?„Auðvitað eru það blendnar tilfinningar. Ég er óskaplega þakklátur að hafa fengið að starfa við þessi áhugaverðu málefni sem Hafrannsóknarstofnunin stendur fyrir. Það er mikið af fólki sem hér starfar og ég hugsa að það sé óhætt að segja að starfsfólkið og við Íslendingar höfum náð mjög miklum árangri á þessu sviði. Maður kveður sáttur og með þakklæti að hafa tekið þátt í þessu,“ segir Jóhann.Samruni tveggja stofnana Samruni tveggja stofnana , Hafrannsóknarstofnunar og Veiðimálastofnunar, stendur nú fyrir dyrum og segir Jóhann að staða forstjóra nýrrar stofnunar – Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna – verði auglýst á næstu dögum. „Ég mun að sjálfsögðu verða nýjum forstjóra innan handar og stuðla að því að allt komist sem öruggast í hendur hans,“ segir Jóhann. Nýja stofnunin tekur formlega til starfa 1. júlí næstkomandi, en forstjóri verður ráðinn til starfa nokkru fyrr. Tengdar fréttir Jóhann verður sérstakur erindreki stjórnvalda um málefni hafsins Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun hefja störf í utanríkisráðuneytinu þann 1. apríl. 7. janúar 2016 14:32 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Jóhann Sigurjónsson mun láta af störfum forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar þann 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega sautján ár í embættinu. Jóhann mun þá hefja störf í utanríkisráðuneytinu þar sem hann mun gegna stöðu sérstaks erindreka íslenskra stjórnvalda varðandi málefni hafsins. Jóhann segir í samtali við Vísi að nýja starfið leggist mjög vel í sig og að hann hlakki til að takast á við ný verkefni. „Þarna gefst manni tækifæri til að nota sína þekkingu og reynslu á öðrum vettvangi. Þetta eru svolítið aðrar aðstæður heldur en við sjálft rannsóknarstarfið.“Þörf á að styrkja fyrirsvar og málatilbúnað ÍslandsJóhann segir að tilkoma nýju stöðunnar hafi helgast af því að mönnum hafi þótt þörf á að styrkja fyrirsvar og málatilbúnað Íslands á sviði málefna hafsins. „Það hafa orðið svo miklar breytingar í norðurhöfum á síðustu tuttugu árum eða svo, þar sem lífríkið hefur stórlega breyst. Við sjáum það með göngur og stærð fiskistofna á borð við makríkinn. Afleiðingar hafa kallað á ýmsar breytingar með tilliti til stjórnunar og samkomulags um veiðar á þessum stofnum. Síðan hafa líka orðið miklar og hraðari breytingar varðandi hlýnun hafsins og á norðurslóðum. Allt í einu eru þessi norðurslóðamál mjög í brennidepli. Þau snúa einnig að málefnum hafsins – meðal annars hvernig menn ætli að vernda lífríki og nytjastofna á norðurslóð og hvernig eigi að stjórna málum.“Ábyrgð Íslendinga er mikil Jóhann segir Íslendinga bera mikla ábyrgð þegar kemur að þessum málum auk þess að þarna séu miklir hagsmunir í húfi og ógnanir sem þarf að bregðast við. „Umhverfismál hafsins eru líka mjög mikilvæg og vaxandi og er snar þáttur í markaðssetningu á sjávarafurðum. Það er mikilvægt að við séum með stefnufestu og ábyrgð á því sviði. Það er mikilvægt að við Íslendingar stöndum okkur vel og þetta er nýnæmi að ráðuneytin fjögur sem koma að þessum málum hafi nú komið á formlegum vettvangi til að samhæfa og samræma kraftana. Slíkt sé nauðsynlegt þar sem unnið sé á fjölmörgum „frontum“ þegar kemur að málefnum hafsins,“ segir Jóhann.En hvernig er að kveðja Hafró?„Auðvitað eru það blendnar tilfinningar. Ég er óskaplega þakklátur að hafa fengið að starfa við þessi áhugaverðu málefni sem Hafrannsóknarstofnunin stendur fyrir. Það er mikið af fólki sem hér starfar og ég hugsa að það sé óhætt að segja að starfsfólkið og við Íslendingar höfum náð mjög miklum árangri á þessu sviði. Maður kveður sáttur og með þakklæti að hafa tekið þátt í þessu,“ segir Jóhann.Samruni tveggja stofnana Samruni tveggja stofnana , Hafrannsóknarstofnunar og Veiðimálastofnunar, stendur nú fyrir dyrum og segir Jóhann að staða forstjóra nýrrar stofnunar – Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna – verði auglýst á næstu dögum. „Ég mun að sjálfsögðu verða nýjum forstjóra innan handar og stuðla að því að allt komist sem öruggast í hendur hans,“ segir Jóhann. Nýja stofnunin tekur formlega til starfa 1. júlí næstkomandi, en forstjóri verður ráðinn til starfa nokkru fyrr.
Tengdar fréttir Jóhann verður sérstakur erindreki stjórnvalda um málefni hafsins Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun hefja störf í utanríkisráðuneytinu þann 1. apríl. 7. janúar 2016 14:32 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Jóhann verður sérstakur erindreki stjórnvalda um málefni hafsins Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, mun hefja störf í utanríkisráðuneytinu þann 1. apríl. 7. janúar 2016 14:32