Hæstiréttur staðfestir sýknudóm í hópnauðgunarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 15:20 Einn ákærðu leiddur fyrir dómara eftir handtöku í maí 2014. Vísir/Daníel Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir fimm ungum karlmönnum sem ákærðir voru af ríkissaksóknara fyrir að nauðga í sameingu sextán ára stúlku í maí árið 2014. Um leið var þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur yfir einum hinna fimm vegna upptöku myndbands sem sýndi kynferðismörkin að hluta staðfestur. Hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Hæstiréttur ómerkti aftur á móti sýknudóm yfir sama manni sem sneri að sýningu myndbandsins í matsal Fjölbrautarskólans í Breiðaholti. Verður ákæruliðurinn sem snýr að sýningu myndbands því tekinn fyrir að nýju. Ríkissaksóknari hafði farið fram á að vitnisburður yrði endurtekinn frammi fyrir Hæstarétti. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti. Málið hefur verið fyrir dómstólum í tvö og hálft ár. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.Ákæra um sýningu tekin fyrir á nýMaðurinn var ákærður fyrir að hafa annars vegar myndað hluta af kynferðismökunum með upptökubúnaði, eins og segir í ákæru. Hins vegar að hafa í matsal í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sýnt nemendum framangreint myndefni. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að manninn bæri að sýkna af ákæruliðnum sem sneri að sýningu þar sem ósannað væri, gegn neitun hans, að hann hefði sýnt myndbandið í skólanum. Ungi maðurinn hefur borið að síminn hafi verið tekinn af honum. Hann hafi aðeins sýnt meðákærðu myndbandið sem hafi sagt honum að eyða því. Það hafi hann gert. Var það mat héraðsdóms að enginn trúverðugur vitnisburður hefði komið fram um að ákærði hefði sýnt samnemendum stúlkunnar upptökuna í matsalnum. Ekki var leitað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum skólans þrátt fyrir að lögregla hafi fengið ábendingu um að gera það. Þannig hefði mátt sannreyna hvort síminn hefði verið tekinn af ákærða. Hæstiréttur ómerkti dóminn úr héraði og því verður ákæruliðurinn er snýr að sýningu myndbandsins tekinn fyrir að nýju. Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir fimm ungum karlmönnum sem ákærðir voru af ríkissaksóknara fyrir að nauðga í sameingu sextán ára stúlku í maí árið 2014. Um leið var þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur yfir einum hinna fimm vegna upptöku myndbands sem sýndi kynferðismörkin að hluta staðfestur. Hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Hæstiréttur ómerkti aftur á móti sýknudóm yfir sama manni sem sneri að sýningu myndbandsins í matsal Fjölbrautarskólans í Breiðaholti. Verður ákæruliðurinn sem snýr að sýningu myndbands því tekinn fyrir að nýju. Ríkissaksóknari hafði farið fram á að vitnisburður yrði endurtekinn frammi fyrir Hæstarétti. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti. Málið hefur verið fyrir dómstólum í tvö og hálft ár. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.Ákæra um sýningu tekin fyrir á nýMaðurinn var ákærður fyrir að hafa annars vegar myndað hluta af kynferðismökunum með upptökubúnaði, eins og segir í ákæru. Hins vegar að hafa í matsal í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sýnt nemendum framangreint myndefni. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að manninn bæri að sýkna af ákæruliðnum sem sneri að sýningu þar sem ósannað væri, gegn neitun hans, að hann hefði sýnt myndbandið í skólanum. Ungi maðurinn hefur borið að síminn hafi verið tekinn af honum. Hann hafi aðeins sýnt meðákærðu myndbandið sem hafi sagt honum að eyða því. Það hafi hann gert. Var það mat héraðsdóms að enginn trúverðugur vitnisburður hefði komið fram um að ákærði hefði sýnt samnemendum stúlkunnar upptökuna í matsalnum. Ekki var leitað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum skólans þrátt fyrir að lögregla hafi fengið ábendingu um að gera það. Þannig hefði mátt sannreyna hvort síminn hefði verið tekinn af ákærða. Hæstiréttur ómerkti dóminn úr héraði og því verður ákæruliðurinn er snýr að sýningu myndbandsins tekinn fyrir að nýju.
Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15