Lífið

Víkingaklappið klýfur þjóðina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í augum margra holdgervingur víkingaklappsins.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í augum margra holdgervingur víkingaklappsins. Vísir/Vilhelm/Garðar
Áður voru það axir víkinganna sem klufu þjóðina í herðar niður, nú er það klappið þeirra.

Allt frá því að fyrsta víkingaklappið small á leik Íslands og Portúgals á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar hefur það farið sem eldur í sinu, jafn innanlands sem utan.

Hver þjóðin á fætur annarri hefur lyft upp höndunum og beðið bassatrommusláttsins; hvort sem það eru franskir eða velskir knattspyrnumenn, danskir útskriftarnemar,sænskir eða írskir sjónvarpsþáttastjórnendur eða tónlistarmenn á stórtónleikum í Danmörku, Svíþjóð og Ibiza.

Þá fengu jafnvel eyjaskeggjar á Papúa Nýju-Gíneu sinn skerf af klappinu þegar U20-ára kvennalandslið þjóðarinnar í knattspyrnu tók klappið upp á sína arma. Íslenskir ráðamenn eru ekki heldur óhultir, þeir geta ekki skrifað undir auknar styrkveitingar án þess að þurfa að klappa í kjölfarið.



Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ

Nú virðast samt hafa orðið vatnaskil í sögu víkingaklappsins, ef marka má samfélagsumræðuna. Það sem áður sameinaði þjóðina á Arnarhóli og á knattspyrnuvöllum í Frakklandi virðist nú vera orðið tákn sundrungar. Steinininn virðist algjörlega hafa tekið úr um helgina þegar rokkararnir í hljómsveitinni í Muse leiddu víkingaklappið í Laugardalshöll.

Mörgum fannst um skemmtilegt uppátæki að ræða, eins og viðbrögðin við þessari færslu bera með sér. 

Meðan öðrum var nóg boðið og heimtuðu endurgreiðslu.

Þrátt fyrir að ekki sé liðinn mánuður frá síðustu spyrnunni á Evrópumótinu virðist stór hópur þjóðarinnar vera tilbúinn að sparka víkingaklappinu út í hafsauga.

Andúðin á fyrrum sameiningartákninu er svo mikil að fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson sá sig tilneyddan í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag til að kalla eftir samræðu um víkingaklappið.

„Við þurfum að komast að niðurstöðu. Fólk er farið að rífast um þetta og nú þurfa málsmetandi aðilar að leggja lóð sín á vogaskálarnar. Það er nauðsyn,“ skrifar övæntingarfullur Kjartan.

Hér að neðan má sjá brot af hinum gífurlega skiptu skoðunum á víkingaklappinu og til að reynast að komast til botns í deilunni spyr Vísir einfaldlega: Geyma eða gleyma?

Gefum sagnfræðingnum Stefáni Pálssyni orðið:
Rapparinn Emmsjé Gauti segir forsenduna vera bolta.
Víkingaklappið heyrðist að sama skapi á Þjóðhátíð á dögunum og eins og búist var við voru viðbrögðin blendin.
Athafnakonan Lilja er svekkt.
Hættið að væla, segir fjölmiðlamaðurinn Hjörvar. Víkingaklappið sé afmælissöngur okkar tíma.

Tengdar fréttir

Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi

Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×