Hefur nú unnið að viðgerðum á öllum 104 vitum landsins Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 Ingvar Hreinsson fagnar úti í Æði í Ísafjarðardjúpi. Myndir/Facebook-síða Ingvars Hreinssonar Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira