Hefur nú unnið að viðgerðum á öllum 104 vitum landsins Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 Ingvar Hreinsson fagnar úti í Æði í Ísafjarðardjúpi. Myndir/Facebook-síða Ingvars Hreinssonar Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira