Hefur nú unnið að viðgerðum á öllum 104 vitum landsins Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2016 22:00 Ingvar Hreinsson fagnar úti í Æði í Ísafjarðardjúpi. Myndir/Facebook-síða Ingvars Hreinssonar Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Múrarinn Ingvar Hreinsson vinnur nú að múrviðgerðum á Æðeyjarvita og hefur þar með unnið við alla þá 104 vita sem eru í umsjá Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að loka hringnum og því var fagnað með viðeigandi hætti,“ segir Ingvar. Ingvar er nú staddur í Ísafjarðardjúpi og siglir á morgnana út í Æðey til að vinna, en hann hóf vinnuna þar fyrir viku síðan. Hann nýtur aðstoðar hóps sumarstarfsmanna. „Ég er búinn að vera í þessu í 21 ár, að vinna við viðhald á þessum vitum. Ég komst nú loksins í þennan og hef því komið í þá alla.“Æðeyjarviti.Mynd/Ingvar HreinssonHandriðið mikið skemmt Ingvar segir að ástandið á vitanum úti í Æðey hafa verið nokkuð gott, nema handriðið hafi verið alveg ónýtt. „Það er mikil vinna við að laga það og ég þarf að fara í helgarferð til Reykjavíkur þar sem ég er orðinn efnislaus. Það er svo slæmt að ég fæ ekki efni í Hólmavík eða neins staðar, svo ég þarf að sækja það til Reykjavíkur. Það er svipað langt héðan til Ísafjarðar og til Reykjavíkur,“ segir Ingvar.Handriðið var mikið skemmt.Mynd/Ingvar HreinssonÞað eina sem breytist er nafnið Ingvar segir að það sé Vegagerðin sem haldi utan um vitana í dag. „Ég byrjaði hins vegar á sínum tíma hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Síðan var það Siglingamálastofnun og loks Vegagerðin. Við erum samt alltaf á sama stað, það eina sem breytist er nafnið.“ Hann segir að fyrsti vitinn sem hann hafi unnið að viðgerðum á hafi verið vitinn á Þormóðsskeri á Faxaflóa út af Mýrum. „Ég byrjaði á því að fara í sjóferð. Það sagði mér enginn hvað ég þyrfti að taka mikið efni með mér, mér var bara sagt að ég væri að fara í vitaferð. Ég keypti svo mikið efni til að gera við og mála að ég átti efni í þrjú ár á eftir. Við fórum þarna í sex vikna ferð og ég man að ég var sjóveikur allan tímann.“Rok á annesjum Ingvar segir að alls séu 104 vitar í umsjá ríkisins, en auk þeirra séu svo fjölmargir hafnarvitar og innsiglingarvitar í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hann segir alltaf gaman að vinna við vitana þar sem sé gott veður. „Ég hef aldrei upplifað annað eins góðviðrissumar og í ár. Annars er eiginlega alltaf rok á þessum annesjum. Það er það leiðinlega við starfið.“Áfanganum var fagnað.Mynd/Ingvar HreinssonDyrhólaeyjarviti í uppáhaldi Ingvar segir marga fallega vita vera á landinu en að vitinn við Dyrhólaey sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Ég hef mest verið að vinna þar. Ég hef lent í því að breyta honum, gera hann allan upp, gera íbúð. Í dag er þetta ein dýrasta gisting á landinu. Ég er ákaflega stoltur af minni vinnu þar og hef sterkar taugar til vitans,“ segir Ingvar.Dyrhólaeyjarviti.Mynd/Wikipedia Commons
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira