Starfsfólk leikskólanna plagað af mikilli streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2016 05:00 Ingibjörg Eyfells segir starfið gefandi en kvartar undan umgjörð leikskólanna. Fréttablaðið/Anton Áhersla er lögð á námskeið um streitustjórnun og núvitund fyrir stjórnendur leikskólastjóra. Þetta segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Ástæðan er aukin streita meðal stjórnenda. „Það hefur sýnt sig að eftirspurnin er mikil eftir svona námskeiðum,“ segir Ingibjörg. Hennar tilfinning sé að streitutengd veikindi hafi aukist meðal hópsins. „Fólk er að fara frá vinnu um tíma og koma með vottorð. Við erum að fá þetta inn á borð til okkar í auknum mæli,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda í leikskólumUndir þetta tekur Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóri á Geislabaug, og segir það sama gilda um leikskólakennara á deildunum. Hún segist ekki hafa vísindalega rannsókn máli sínu til stuðnings en að hún telji veikindi innan stéttarinnar meiri en í mörgum öðrum stéttum. „Oft held ég að fólk sé bara þreytt,“ segir hún. Ingibjörg bendir á að á hennar leikskóla séu fjörutíu stöðugildi en eingöngu þrjár afleysingarstöður. Starfið býður aftur á móti ekki upp á að verkefni séu sett í bið þar til starfsmenn ná fullri heilsu. „Við erum alla daga með fullt hús af litlum börnum og þeim þarf að sinna. Á hverjum degi eru að meðaltali þrír til fjórir starfsmenn frá vegna veikinda eða leyfa,“ segir Ingibjörg Eyfells.Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóriLilja Kolbrún Steinþórsdóttir leikskólakennari rannsakaði streitu leikskólastjórnenda. Hún talaði við átta stjórnendur og höfðu þeir allir fundið fyrir mikilli streitu í starfi og þrír fundið fyrir kulnun í starfi vegna álags. Undirmönnun vegna veikinda hafði mjög streituvaldandi áhrif, almenn mannekla og áhyggjur af faglegu starfi voru einnig þættir sem nefndir voru. Mannauðssvið Reykjavíkurborgar gerði viðhorfskönnun meðal leikskólakennara á síðasta ári. Sá þáttur sem skoraði langlægst og mesta óánægjan var með var vinnuálagið í starfinu. Einnig hafði óánægja vegna vinnuálags aukist hvað mest frá síðustu könnun sem gerð var árið 2013. Aðrir þættir sem mest óánægja var með var skortur á viðurkenningu, starfsöryggi, vinnuaðstaða og stjórnun. Þeir þættir sem starfsfólk var ánægðast með voru ímynd leikskóla, tilgangur, markmið, fræðsla og starfsandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Áhersla er lögð á námskeið um streitustjórnun og núvitund fyrir stjórnendur leikskólastjóra. Þetta segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Ástæðan er aukin streita meðal stjórnenda. „Það hefur sýnt sig að eftirspurnin er mikil eftir svona námskeiðum,“ segir Ingibjörg. Hennar tilfinning sé að streitutengd veikindi hafi aukist meðal hópsins. „Fólk er að fara frá vinnu um tíma og koma með vottorð. Við erum að fá þetta inn á borð til okkar í auknum mæli,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda í leikskólumUndir þetta tekur Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóri á Geislabaug, og segir það sama gilda um leikskólakennara á deildunum. Hún segist ekki hafa vísindalega rannsókn máli sínu til stuðnings en að hún telji veikindi innan stéttarinnar meiri en í mörgum öðrum stéttum. „Oft held ég að fólk sé bara þreytt,“ segir hún. Ingibjörg bendir á að á hennar leikskóla séu fjörutíu stöðugildi en eingöngu þrjár afleysingarstöður. Starfið býður aftur á móti ekki upp á að verkefni séu sett í bið þar til starfsmenn ná fullri heilsu. „Við erum alla daga með fullt hús af litlum börnum og þeim þarf að sinna. Á hverjum degi eru að meðaltali þrír til fjórir starfsmenn frá vegna veikinda eða leyfa,“ segir Ingibjörg Eyfells.Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóriLilja Kolbrún Steinþórsdóttir leikskólakennari rannsakaði streitu leikskólastjórnenda. Hún talaði við átta stjórnendur og höfðu þeir allir fundið fyrir mikilli streitu í starfi og þrír fundið fyrir kulnun í starfi vegna álags. Undirmönnun vegna veikinda hafði mjög streituvaldandi áhrif, almenn mannekla og áhyggjur af faglegu starfi voru einnig þættir sem nefndir voru. Mannauðssvið Reykjavíkurborgar gerði viðhorfskönnun meðal leikskólakennara á síðasta ári. Sá þáttur sem skoraði langlægst og mesta óánægjan var með var vinnuálagið í starfinu. Einnig hafði óánægja vegna vinnuálags aukist hvað mest frá síðustu könnun sem gerð var árið 2013. Aðrir þættir sem mest óánægja var með var skortur á viðurkenningu, starfsöryggi, vinnuaðstaða og stjórnun. Þeir þættir sem starfsfólk var ánægðast með voru ímynd leikskóla, tilgangur, markmið, fræðsla og starfsandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira