Innlent

Víða næturfrost í nótt

Hætt er við að frostið hafi komið illa niðri á berjum sem enn á eftir að tína.
Hætt er við að frostið hafi komið illa niðri á berjum sem enn á eftir að tína.
Næturfrost var sumstaðar á láglendi á Vestfjörðum og um norðanvert landið í nótt og fór það sumstaðar niður í þrjár gráður. Hætt er við að ber hafi sumstaðar skemmst í frostinu, einkum í lægðum, en kalda loftið leitar í lægðir. Minni hætta er á skemmdum eftir því sem ofar dregur. Spáð er heldur hlýnandi veðri næsta sólarhringinn að minnstakosti, þannig að víða verður áfram hægt að tína ber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×