Innlent

Borgin sameinar þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar og Miðborgar og Hlíða

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er Sigþrúður Erla Arnardóttir.
Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er Sigþrúður Erla Arnardóttir. Mynd/Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að öll starfsemi Vesturgarðs, þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, muni flyjast frá Hjarðarhaga yfir á Laugaveg 77 til þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða frá og með mánudeginum 5. september.

Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er Sigþrúður Erla Arnardóttir, en hjá sameinaðri þjónustumiðstöð starfa 420 starfsmenn, en þar af eru 80 sem starfa við þjónustu og rágjöf að Laugavegi 77.

Í tilkynningu frá borginni segir að þjónustumiðstöðin veiti þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Á miðstöðinni er sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og önnur fagleg þjónustu til stofnana og félagasamtaka í hverfunum.  Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölmenningu og margbreytileika og hefur á að skipa starfsfólki sem er sérhæft í málefnum útlendinga og utangarðsfólks. 

Á þjónustumiðstöðinni er lögð áhersla á samstarf við aðrar stofnanir og félagasamtök í hverfunum, til dæmis í forvarnarstarfi.  Má þar til dæmis nefna grunn- og leikskóla, félagsmiðstöðvar, lögreglu, íþróttafélög og trúfélög. Hverfisráðin halda fundi sína í þjónustumiðstöðinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×