Innlent

Frávísunartillaga Bjartrar framtíðar á búvörusamninga felld

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þrjú ár af vondum samningi eru skárri en tíu ár af vondum samningi, segir Óttarr Proppé.
Þrjú ár af vondum samningi eru skárri en tíu ár af vondum samningi, segir Óttarr Proppé. Vísir/Stefán
Frávísunartillaga Bjartrar framtíðar var felld á Alþingi í dag. Samningarnir voru samþykktir í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu og ganga nú til þriðju umræðu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir það óskiljanlegt að ætla fyrst að samþykkja samningana og hafa samráðið svo.

„Það er tortryggilegt að hér sé verið að keyra í gegn samning sem mjög margir hér virðast sammála um að sé ófullkominn –og þó að það þurfi mikilla breytinga við. Breytingatillögur atvinnuveganefndar eru í rétta átt þó þær gangi alls ekki nógu langt. Í meirihlutaálitinu eru góð orð um að auka samráð og svo framvegis en það er algjörlega óskiljanlegt af hverju það á að byrja á að samþykkja og taka samráð svo,“ sagði Óttarr á Alþingi í dag.

Þrjátíu og sjö þingmenn felldu tillöguna en það voru þingmenn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna. Tíu þingmenn frá Samfylkingu, Bjartri Framtíð og Pírötum greiddu atkvæði með henni og þrír þingmenn sátu hjá; Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.

„Í ljósi þess að frávísunartillagan var felld illu heilli af meirihluta þingmanna þá lítum við svo á að þrjú ár af vondum samningi séu skárri heldur en tíu ár af vondum samningi. Við munum því styðja þessar breytingar,“ sagði Óttarr Proppé.


Tengdar fréttir

Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana.

FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá

Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum

Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×