Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2016 17:30 Plakatið hjá UFC er tilbúið. Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty
MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira