Innlent

Þorbjörg tekur sæti á lista Viðreisnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hyggst taka eitt af efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi kosningum. Þorbjörg greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst en var áður saksóknari hjá ríkissaksóknara. Hún segir að ef allt fer á besta veg verða stjórnmálin aðalavettvangur hennar næstu fjögur árin. 

„Mér finnst ég eiga samleið með flokknum sem endurspeglar strauma frjálslyndis og jafnréttis. Og hópurinn sem er að stíga þarna fram er skemmtilegur og hugmyndaríkur. Hópur sem ég er stolt af að tilheyra og hlakka til að vinna með,“  segir Þorbjörg Sigríður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×