Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Lögmaðurinn Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson segir það oft koma upp að greiðslumat sem framkvæmt er af fjármálastofnun sé rangt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en Vilhjálmur segir að þetta leiði að jafnaði til þess að ábyrgð ábyrgðamanna sé ógild. Þá verður einnig fjallað um mikla aukningu á nýskráningum fólksbila en hún nam rúmlega fjörutíu prósentum í síðasta mánuði.

Einnig verður fjallað um átak til að hjálpa börnum í Breiðholti með fjölþættan vanda hefur fækkað komum á göngudeild BUGL um tæp sextíu prósent á síðustu árum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×