Segir það heyra til undantekninga að greiðslumat sé rétt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2016 19:00 Lögmaðurinn Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson segir það oft koma upp að greiðslumat sem framkvæmt er af fjármálastofnun sé rangt. Það leiði að jafnaði til þess að ábyrgð ábyrgðarmanna sé ógild. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Úrskurðarnefnd fjármálafyrirtækja hefði nýlega kveðið upp úrskurð þar sem ábyrgð tveggja ábyrgðarmanna var ógild því bankinn gat ekki sýnt fram á gögn um greiðslumat lántakans. Vilhjálmur útskýrir að árið 2005 hafi fallið dómur í Hæstarétti sem sé skýr um slík mál. Fjölmörg mál hafi komið upp eftir dóminn þar sem ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi vegna þess a gögn um greiðslumat fundust ekki. „í þeim tilvikum þá hafa ábyrgðir að meginstefnunni til verið ógiltar. Ekki nema það eitthver sérsjónarmið eigi við sem geta réttlætt það að hún sé ekki ógilt. Þetta hefur gengið það langt að fjármálastofnanir taka af ábyrgðir ef fólk hefur samband og segir að það sé ekki til greiðslumat.“ Hann segir að samkvæmt samkomulagi frá 1998 og 2001 milli fjármálafyrirtækja og stjórnvalda sé engin vafi á því að fjármálafyrirtækjum beri skylda til þess að gera greiðslumat við tilteknar aðstæður. Skyldan sé einnig óskráð regla. Þá segir Vilhjálmur það allt of oft koma fyrir að greiðslumat hafi raunverulega verið framkvæmt, en matið sé hreinlega rangt. Hann segir að þá þurfi að skoða hvort matið hafi verið nægilega rangt til þess að vafi sé fyrir hendi um hvort það hefði átt að standast. „Það heyrist nánast til undantekninga að greiðslumöt sem við skoðum séu rétt,“ segir Vilhjálmur og bætir við „Vegna þess að ef að greiðslumatið hefði verið neikvætt þá hefði fjármálafyrirtækinu borið, að fá það sérstaklega staðfest frá ábyrgðarmanni hvort hann vildi vera í ábyrgð þrátt fyrir að það væri neikvætt.“ Vilhjálmur hvetur fólk sem er í ábyrgð fyrir aðra til að kanna hvort greiðslumat sé til staðar eða hvort matið sé rétt. En hvaða fjármálastofnanir eru það sem hafa framkvæmt rangt greiðslumat? „Það eru allir stóru bankanir og allir þessir helstu sparisjóðir sem við höfum skoðað,“ segir hann. Hann útskýrir að í svona málum sé litið til ýmissa þátta. Dómstólar líti þó nánast alltaf á það þannig að ef greiðslumat sé ekki til staðar sé ábyrgðarskuldbinding ógild. Það sama gildi ef greiðslumatið er ekki rétt. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Lögmaðurinn Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson segir það oft koma upp að greiðslumat sem framkvæmt er af fjármálastofnun sé rangt. Það leiði að jafnaði til þess að ábyrgð ábyrgðarmanna sé ógild. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Úrskurðarnefnd fjármálafyrirtækja hefði nýlega kveðið upp úrskurð þar sem ábyrgð tveggja ábyrgðarmanna var ógild því bankinn gat ekki sýnt fram á gögn um greiðslumat lántakans. Vilhjálmur útskýrir að árið 2005 hafi fallið dómur í Hæstarétti sem sé skýr um slík mál. Fjölmörg mál hafi komið upp eftir dóminn þar sem ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi vegna þess a gögn um greiðslumat fundust ekki. „í þeim tilvikum þá hafa ábyrgðir að meginstefnunni til verið ógiltar. Ekki nema það eitthver sérsjónarmið eigi við sem geta réttlætt það að hún sé ekki ógilt. Þetta hefur gengið það langt að fjármálastofnanir taka af ábyrgðir ef fólk hefur samband og segir að það sé ekki til greiðslumat.“ Hann segir að samkvæmt samkomulagi frá 1998 og 2001 milli fjármálafyrirtækja og stjórnvalda sé engin vafi á því að fjármálafyrirtækjum beri skylda til þess að gera greiðslumat við tilteknar aðstæður. Skyldan sé einnig óskráð regla. Þá segir Vilhjálmur það allt of oft koma fyrir að greiðslumat hafi raunverulega verið framkvæmt, en matið sé hreinlega rangt. Hann segir að þá þurfi að skoða hvort matið hafi verið nægilega rangt til þess að vafi sé fyrir hendi um hvort það hefði átt að standast. „Það heyrist nánast til undantekninga að greiðslumöt sem við skoðum séu rétt,“ segir Vilhjálmur og bætir við „Vegna þess að ef að greiðslumatið hefði verið neikvætt þá hefði fjármálafyrirtækinu borið, að fá það sérstaklega staðfest frá ábyrgðarmanni hvort hann vildi vera í ábyrgð þrátt fyrir að það væri neikvætt.“ Vilhjálmur hvetur fólk sem er í ábyrgð fyrir aðra til að kanna hvort greiðslumat sé til staðar eða hvort matið sé rétt. En hvaða fjármálastofnanir eru það sem hafa framkvæmt rangt greiðslumat? „Það eru allir stóru bankanir og allir þessir helstu sparisjóðir sem við höfum skoðað,“ segir hann. Hann útskýrir að í svona málum sé litið til ýmissa þátta. Dómstólar líti þó nánast alltaf á það þannig að ef greiðslumat sé ekki til staðar sé ábyrgðarskuldbinding ógild. Það sama gildi ef greiðslumatið er ekki rétt.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira