Tónlistarmenn fái 25% endurgreiðslu vegna hljóðritunar verði frumvarp ráðherra að lögum Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2016 22:38 Er markmiðið með þessu frumvarpi að efla tónlistariðnað á Íslandi. Vísir/Andri Ríkið mun endurgreiða tónlistarmönnum 25 prósent kostnaði við hljóðritun á Íslandi ef að frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður að lögum. Ragnheiður lagði frumvarpið fyrir Alþingi í dag en þar kemur fram að ef meira en 80 prósent af kostnaði við hljóðritun fellur til á Íslandi verður heimilt að endurgreiða 25 prósent af þeim kostnaði sem fellur til á evrópska efnahagssvæðinu. Er markmiðið með þessu að efla tónlistariðnað á Íslandi með því að veita útgefendum hljóðrita tímabundinn rétt til endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun tónlistar hér á landi. Við undirbúning frumvarpsins var kallaður saman starfshópur ráðuneytinu til ráðgjafar en í honum sátu Erna Jónsdóttir, lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðanda, Kjartan Guðbergsson markaðsstjóri Gray Line, Pétur Jónsson upptökustjóri og eigandi Medialux og Jónas Sigurðsson tónlistarmaður. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að meðalendurgreiðsla fyrir hverja samþykkta umsókn verði um 625 þúsund krónur. Ef gert er ráð fyrir 130 samþykktum umsóknum á ári mun áætlaður heildarkostnaður við beinar endurgreiðslur nema um það bil 81 milljón króna á ári. Verði frumvarp þetta að lögum er það talið styrkja innviði tónlistariðnaðarins og verða hvatning fyrir innlenda sem erlenda aðila til að hljóðrita tónlist hér á landi. Þá mun umsóknarferlið einnig leiða af sér auknar hagupplýsingar varðandi tónlistarútgáfu hér á landi. Til að útgefandi geti hlotið endurgreiðslu vegna hljóðrita sem gefin hafa verið út og gerð aðgengileg almenningi skulu eftirfarandi skilyrði vera uppfyllt samkvæmt frumvarpinu:Samanlagður spilunartími tónlistar hljóðritanna nái 30 mínútum.Hljóðritin séu gefin út á 18 mánaða tímabili.Ekki séu liðnir sex mánuðir frá því að nýjasta hljóðritið var gefið út.Sundurliðað bókhald liggi fyrir um endurgreiðsluhæfan kostnað sem féll til við hljóðritun ásamt afritum reikninga.Upplýsingar liggi fyrir um þá aðila sem komu að hljóðritun og tónlistarflutningi.Hljóðritin hafi verið gefin út og gerð aðgengileg almenningi.ISRC-kóða hafi verið úthlutað fyrir hljóðritin og fullnaðarskráningu hljóðritanna lokið á www.hljodrit.is.Fullnaðarskráningu hljóðritaðra verka hafi verið lokið hjá viðurkenndum höfundaréttarsamtökum sem og höfundargreiðslu ef við á.Upplýsingar liggi fyrir um það hvernig hljóðritin hafi verið gerð aðgengileg almenningi.Útgefandi eigi ekki vangreidda skatta eða gjöld til ríkis eða sveitarfélaga eða aðrar vangoldnar opinberar kröfur. Nánar má lesa um frumvarpið hér. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ríkið mun endurgreiða tónlistarmönnum 25 prósent kostnaði við hljóðritun á Íslandi ef að frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður að lögum. Ragnheiður lagði frumvarpið fyrir Alþingi í dag en þar kemur fram að ef meira en 80 prósent af kostnaði við hljóðritun fellur til á Íslandi verður heimilt að endurgreiða 25 prósent af þeim kostnaði sem fellur til á evrópska efnahagssvæðinu. Er markmiðið með þessu að efla tónlistariðnað á Íslandi með því að veita útgefendum hljóðrita tímabundinn rétt til endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun tónlistar hér á landi. Við undirbúning frumvarpsins var kallaður saman starfshópur ráðuneytinu til ráðgjafar en í honum sátu Erna Jónsdóttir, lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðanda, Kjartan Guðbergsson markaðsstjóri Gray Line, Pétur Jónsson upptökustjóri og eigandi Medialux og Jónas Sigurðsson tónlistarmaður. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að meðalendurgreiðsla fyrir hverja samþykkta umsókn verði um 625 þúsund krónur. Ef gert er ráð fyrir 130 samþykktum umsóknum á ári mun áætlaður heildarkostnaður við beinar endurgreiðslur nema um það bil 81 milljón króna á ári. Verði frumvarp þetta að lögum er það talið styrkja innviði tónlistariðnaðarins og verða hvatning fyrir innlenda sem erlenda aðila til að hljóðrita tónlist hér á landi. Þá mun umsóknarferlið einnig leiða af sér auknar hagupplýsingar varðandi tónlistarútgáfu hér á landi. Til að útgefandi geti hlotið endurgreiðslu vegna hljóðrita sem gefin hafa verið út og gerð aðgengileg almenningi skulu eftirfarandi skilyrði vera uppfyllt samkvæmt frumvarpinu:Samanlagður spilunartími tónlistar hljóðritanna nái 30 mínútum.Hljóðritin séu gefin út á 18 mánaða tímabili.Ekki séu liðnir sex mánuðir frá því að nýjasta hljóðritið var gefið út.Sundurliðað bókhald liggi fyrir um endurgreiðsluhæfan kostnað sem féll til við hljóðritun ásamt afritum reikninga.Upplýsingar liggi fyrir um þá aðila sem komu að hljóðritun og tónlistarflutningi.Hljóðritin hafi verið gefin út og gerð aðgengileg almenningi.ISRC-kóða hafi verið úthlutað fyrir hljóðritin og fullnaðarskráningu hljóðritanna lokið á www.hljodrit.is.Fullnaðarskráningu hljóðritaðra verka hafi verið lokið hjá viðurkenndum höfundaréttarsamtökum sem og höfundargreiðslu ef við á.Upplýsingar liggi fyrir um það hvernig hljóðritin hafi verið gerð aðgengileg almenningi.Útgefandi eigi ekki vangreidda skatta eða gjöld til ríkis eða sveitarfélaga eða aðrar vangoldnar opinberar kröfur. Nánar má lesa um frumvarpið hér.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira