Stuðningur við langveik börn fjársveltur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Bára Sigurjónsdóttir segir ráðherra hafa svikið loforð sín Vísir/skjáskot Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.” Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.”
Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23