Stuðningur við langveik börn fjársveltur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Bára Sigurjónsdóttir segir ráðherra hafa svikið loforð sín Vísir/skjáskot Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.” Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.”
Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23