Óttar geðlæknir fundaði með gagnrýnendum sínum í Rótinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 23:28 Óttar var í viðtali við Fréttablaðið. Vísir/Ernir Þær Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar og Guðrún Ebba Ólafsdóttir ráðskona í Rótinni, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda, funduðu í dag með Óttari Guðmundssyni geðlækni. Hann hafði haft samband við ráðskonurnar í vikunni og óskað eftir fundi. Óttar óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Félagið óskaði „eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands.“Óttar ásamt þeim stöllum í Rótinni í dag.Mynd/RótinViðtalið við Óttar vakti mikla athygli en fyrirsögn þess var „Enginn má lenda í neinu.“ Í viðtalinu sagði Óttar meðal annars: „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp.“ Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illaViðtalið vakti mikla athygli og stigu hinir ýmsu einstaklingar fram og gagnrýndu orð Óttars. Á fundinum í dag, uppstigningardag, ræddu læknirinn og ráðskonurnar saman af hreinskilni að því er segir í tilkynningu frá Rótinni. „Óttar tjáði okkur að hann bæri mikla virðingu fyrir starfi og baráttumálum Rótarinnar. Hann baðst afsökunar á þeim særindum sem hlutust af orðum hans, ætlun hans hafi síst verið að gera lítið úr nauðsyn þess að vinna úr alvarlegum áföllum. Að lokum varð það að samkomulagi að Óttar kæmi á umræðukvöld hjá Rótinni og fræddi félagskonu um Hallgerði langbrók, áföll hennar og úrvinnslu þeirra, við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu. Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Þær Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar og Guðrún Ebba Ólafsdóttir ráðskona í Rótinni, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda, funduðu í dag með Óttari Guðmundssyni geðlækni. Hann hafði haft samband við ráðskonurnar í vikunni og óskað eftir fundi. Óttar óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Félagið óskaði „eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands.“Óttar ásamt þeim stöllum í Rótinni í dag.Mynd/RótinViðtalið við Óttar vakti mikla athygli en fyrirsögn þess var „Enginn má lenda í neinu.“ Í viðtalinu sagði Óttar meðal annars: „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp.“ Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illaViðtalið vakti mikla athygli og stigu hinir ýmsu einstaklingar fram og gagnrýndu orð Óttars. Á fundinum í dag, uppstigningardag, ræddu læknirinn og ráðskonurnar saman af hreinskilni að því er segir í tilkynningu frá Rótinni. „Óttar tjáði okkur að hann bæri mikla virðingu fyrir starfi og baráttumálum Rótarinnar. Hann baðst afsökunar á þeim særindum sem hlutust af orðum hans, ætlun hans hafi síst verið að gera lítið úr nauðsyn þess að vinna úr alvarlegum áföllum. Að lokum varð það að samkomulagi að Óttar kæmi á umræðukvöld hjá Rótinni og fræddi félagskonu um Hallgerði langbrók, áföll hennar og úrvinnslu þeirra, við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00
„Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18
„Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00