Óttar geðlæknir fundaði með gagnrýnendum sínum í Rótinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 23:28 Óttar var í viðtali við Fréttablaðið. Vísir/Ernir Þær Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar og Guðrún Ebba Ólafsdóttir ráðskona í Rótinni, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda, funduðu í dag með Óttari Guðmundssyni geðlækni. Hann hafði haft samband við ráðskonurnar í vikunni og óskað eftir fundi. Óttar óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Félagið óskaði „eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands.“Óttar ásamt þeim stöllum í Rótinni í dag.Mynd/RótinViðtalið við Óttar vakti mikla athygli en fyrirsögn þess var „Enginn má lenda í neinu.“ Í viðtalinu sagði Óttar meðal annars: „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp.“ Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illaViðtalið vakti mikla athygli og stigu hinir ýmsu einstaklingar fram og gagnrýndu orð Óttars. Á fundinum í dag, uppstigningardag, ræddu læknirinn og ráðskonurnar saman af hreinskilni að því er segir í tilkynningu frá Rótinni. „Óttar tjáði okkur að hann bæri mikla virðingu fyrir starfi og baráttumálum Rótarinnar. Hann baðst afsökunar á þeim særindum sem hlutust af orðum hans, ætlun hans hafi síst verið að gera lítið úr nauðsyn þess að vinna úr alvarlegum áföllum. Að lokum varð það að samkomulagi að Óttar kæmi á umræðukvöld hjá Rótinni og fræddi félagskonu um Hallgerði langbrók, áföll hennar og úrvinnslu þeirra, við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu. Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þær Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar og Guðrún Ebba Ólafsdóttir ráðskona í Rótinni, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnavanda, funduðu í dag með Óttari Guðmundssyni geðlækni. Hann hafði haft samband við ráðskonurnar í vikunni og óskað eftir fundi. Óttar óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Félagið óskaði „eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands.“Óttar ásamt þeim stöllum í Rótinni í dag.Mynd/RótinViðtalið við Óttar vakti mikla athygli en fyrirsögn þess var „Enginn má lenda í neinu.“ Í viðtalinu sagði Óttar meðal annars: „Menn hafa sætt sig við það að lífið er enginn dans á rósum og það gengur á ýmsu. En nú lifum við á tímum þar sem er krafa um að enginn lendi í neinu nokkru sinni. Við eigum að vera varin fyrir öllu áreiti. Ef eitthvað kemur fyrir okkur rjúkum við upp, hringjum í blöðin og látum vita af þessu eða eigum rétt á áfallahjálp.“ Sjá einnig: Orð Óttars vekja hörð viðbrögð: Skiptir máli að opna sig þegar manni líður illaViðtalið vakti mikla athygli og stigu hinir ýmsu einstaklingar fram og gagnrýndu orð Óttars. Á fundinum í dag, uppstigningardag, ræddu læknirinn og ráðskonurnar saman af hreinskilni að því er segir í tilkynningu frá Rótinni. „Óttar tjáði okkur að hann bæri mikla virðingu fyrir starfi og baráttumálum Rótarinnar. Hann baðst afsökunar á þeim særindum sem hlutust af orðum hans, ætlun hans hafi síst verið að gera lítið úr nauðsyn þess að vinna úr alvarlegum áföllum. Að lokum varð það að samkomulagi að Óttar kæmi á umræðukvöld hjá Rótinni og fræddi félagskonu um Hallgerði langbrók, áföll hennar og úrvinnslu þeirra, við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00 „Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18 „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Enginn má lenda í neinu Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt. 22. apríl 2016 08:00
„Mér þykir afskaplega leiðinlegt hvað ég hef verið misskilinn“ Óttar Guðmundsson, geðlæknir, segir að sér þyki leiðinlegt hversu margir hafi misskilið orð sín í viðtali við Fréttablaðið þann 22. apríl síðastliðinn. 2. maí 2016 13:18
„Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Fyrir vikið sköpum við ósjálfstæða einstaklinga sem eru ekki tilbúnir fyrir lífið. 29. ágúst 2015 20:00