ADHD-teymið setur sig á háan Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 23. september 2016 07:00 Fjölmargir bíða eftir greiningu hjá ADHD-teymi Landspítalans. Biðlistinn er tvö ár. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru ekki sáttir við orð forstöðumanns teymisins. Orð Sigurlínar Kjartansdóttur, teymisstjóra ADHD-teymisins á Landspítalanum í Morgunblaðinu í síðustu viku, vöktu undrun nokkurra sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Þar sagði hún að vegna rúmlega tveggja ára biðtíma hjá teyminu leitaði fólk til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og það hafi skapað vandamál innan teymisins vegna vinnulags þessara sálfræðinga og að sumar greiningar séu ekki viðurkenndar alls staðar. „ADHD-teyminu tókst að markaðssetja sig þannig að það gæti stundað einokun og þeir sem ynnu þar hefðu einir vit á ADHD fullorðinna,“ segir Jón Sigurður Karlsson, sjálfstætt starfandi sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði og löggiltur sálfræðingur frá 1977. Meðal viðfangsefna hans er greining á ADHD. „Ég hef með ánægju boðið fólki af þessum biðlista til mín. Ég er í samkeppni og það er mun minni bið hjá mér þannig að ég segi hiklaust að peningunum sé betur varið hjá mér. Viðtalið við Sigurlín í Mogganum var liður í því að fá meiri pening fyrir teymið. Það átti nefnilega að leggja það niður árið 2013 en ADHD-samtökin lögðust gegn því og starfið var endurskipulagt. Í staðinn krækti Landspítalinn í pening úr Sjúkratryggingum og slapp þannig við niðurskurðarhnífinn.“ Fram kom í viðtalinu að eina niðurgreidda sálfræðimeðferð fyrir ADHD-sjúklinga væri hópmeðferð sem færi fram á daginn og því ætti fólk erfitt með að mæta. Jón gefur lítið fyrir þær skýringar. „Þetta er væl. Þetta er ekkert annað en markaðsmisnotkun hjá ríkinu. ADHD-teymið hefur ekki tíma í einstaklingsmeðferð en hópmeðferð á dagvinnutíma hentar illa þeim sem eru í vinnu. Sú meðferð er ekki í boði hjá Landspítalanum.“ Jón segir að kostnaður við greiningu hjá ADHD-teyminu sé 35.500 krónur en kosti hjá sér 36.000 eða 500 krónum meira. „Fyrir nánast sama verð býð ég greiningu sem gengur lengra en hjá ADHD-teyminu og fer yfir fleiri þætti. Það er ekki þannig að ADHD-teymið hafi einkaleyfi á sannleikanum. Að þetta sé dýrt er rangt því greining og meðferð við ADHD hjá sjálfstætt starfandi getur verið góð fjárfesting og trúlega sú besta fyrir fólk í þessari aðstöðu. Og það eru til fleiri lausnir en ADHD-teymið til að takast á við ADHD.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Orð Sigurlínar Kjartansdóttur, teymisstjóra ADHD-teymisins á Landspítalanum í Morgunblaðinu í síðustu viku, vöktu undrun nokkurra sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Þar sagði hún að vegna rúmlega tveggja ára biðtíma hjá teyminu leitaði fólk til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og það hafi skapað vandamál innan teymisins vegna vinnulags þessara sálfræðinga og að sumar greiningar séu ekki viðurkenndar alls staðar. „ADHD-teyminu tókst að markaðssetja sig þannig að það gæti stundað einokun og þeir sem ynnu þar hefðu einir vit á ADHD fullorðinna,“ segir Jón Sigurður Karlsson, sjálfstætt starfandi sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði og löggiltur sálfræðingur frá 1977. Meðal viðfangsefna hans er greining á ADHD. „Ég hef með ánægju boðið fólki af þessum biðlista til mín. Ég er í samkeppni og það er mun minni bið hjá mér þannig að ég segi hiklaust að peningunum sé betur varið hjá mér. Viðtalið við Sigurlín í Mogganum var liður í því að fá meiri pening fyrir teymið. Það átti nefnilega að leggja það niður árið 2013 en ADHD-samtökin lögðust gegn því og starfið var endurskipulagt. Í staðinn krækti Landspítalinn í pening úr Sjúkratryggingum og slapp þannig við niðurskurðarhnífinn.“ Fram kom í viðtalinu að eina niðurgreidda sálfræðimeðferð fyrir ADHD-sjúklinga væri hópmeðferð sem færi fram á daginn og því ætti fólk erfitt með að mæta. Jón gefur lítið fyrir þær skýringar. „Þetta er væl. Þetta er ekkert annað en markaðsmisnotkun hjá ríkinu. ADHD-teymið hefur ekki tíma í einstaklingsmeðferð en hópmeðferð á dagvinnutíma hentar illa þeim sem eru í vinnu. Sú meðferð er ekki í boði hjá Landspítalanum.“ Jón segir að kostnaður við greiningu hjá ADHD-teyminu sé 35.500 krónur en kosti hjá sér 36.000 eða 500 krónum meira. „Fyrir nánast sama verð býð ég greiningu sem gengur lengra en hjá ADHD-teyminu og fer yfir fleiri þætti. Það er ekki þannig að ADHD-teymið hafi einkaleyfi á sannleikanum. Að þetta sé dýrt er rangt því greining og meðferð við ADHD hjá sjálfstætt starfandi getur verið góð fjárfesting og trúlega sú besta fyrir fólk í þessari aðstöðu. Og það eru til fleiri lausnir en ADHD-teymið til að takast á við ADHD.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira