Atlantshafið heldur hita á Eyjamönnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. september 2016 07:00 Sjóvarmadælustöðin verður á þessum stað á hafnarsvæðinu í Eyjum. vísir/óskar „Við ætlum að taka hitann úr sjónum og setja í hitaveituvatnið,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS Veitum, sem eru að hefja byggingu stöðvar með sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum. Sjóvarmadælan á að leysa af hólmi rafskautaketil sem fram til ársins 1988 nýtti hita úr hrauninu úr Vestmannaeyjagosinu en eftir að þann hita þraut hefur verið notast við rafmagn af fastalandinu. Ívar Atlason, sem leiðir verkefnið, segir að með hækkandi rafmagnsverði hafi verið farið að huga að öðrum lausnum. „Við þurfum að kaupa óhemju magn af rafmagni á rafskautaketilinn til að hita upp hitaveituvatnið,“ segir hann. Sem fyrr segir á að nota hitann úr sjálfu Atlantshafinu sem golfstraumurinn sér um að er nokkuð jafn, eða um 5 til 6 gráður á veturna og 10 til 12 gráður á sumrin. „Þetta virkar þannig að við þurfum að dæla upp alveg óhemju magni af sjó sem er leiddur inn í þessa varmadælu sem flytur varmann úr sjónum í hitaveituvatnið,“ segir Ívar.Ívar Atlason tæknifræðingur hjá HS Veitum fer fyrir bygingu sjóvarmadælustöðvar fyrirtækisins í Vestmannaeyjum.vísir/óskarÍ stöðinni hitar sjórinn ammóníak sem síðan flytur varmann í hringrás í hitaveitu Eyjamanna í ferli sem endurtekur sig í mörgum þrepum. Ívar undirstrikar að um þekkta tækni sé að ræða. Honum vitanlega verði sjóvarmastöðin hins vegar sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og sú næststærsta í í heiminum á eftir 14 megavatta stöð í Drammen í Noregi. Í Eyjum verði stöðin tæp 11 megavött. Áætlaður kostnaður við stöðina er um 1.100 milljónir króna. Þar af greiðir ríkið 300 milljónir. Framkvæmdir eru komnar í gang á hafnarsvæðinu og bor sem bora á eftir sjó er á leiðinni til Eyja. Stefnt er að gangsetningu í ársbyrjun 2018. Ívar segir sjóvarmastöðina munu skera rafmagnsþörf hitaveitunnar niður um tvo þriðju hluta. Í því felist allt að 150 milljóna króna sparnaður á ári miðað við núverandi raforkuverð. „Íbúarnir eiga að fá að njóta hagræðingarinnar af þessu brölti og við stefnum að því að það sé hægt að lækka húshitunarkostnað í Vestmannaeyjum um allt að tíu prósent á næstu árum þegar allt er komið á fullt sving og búið að greiða niður þessa fjárfestingu,“ segir Ívar Gerður hefur verið samningur við Landsvirkjun um kaup á rafmagni á varmadælurnar. Farin er sú leið að kaupa margfalt dýrari forgangsorku í stað ódýrari en ótryggrar umframorku eins og verið hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við ætlum að taka hitann úr sjónum og setja í hitaveituvatnið,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS Veitum, sem eru að hefja byggingu stöðvar með sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum. Sjóvarmadælan á að leysa af hólmi rafskautaketil sem fram til ársins 1988 nýtti hita úr hrauninu úr Vestmannaeyjagosinu en eftir að þann hita þraut hefur verið notast við rafmagn af fastalandinu. Ívar Atlason, sem leiðir verkefnið, segir að með hækkandi rafmagnsverði hafi verið farið að huga að öðrum lausnum. „Við þurfum að kaupa óhemju magn af rafmagni á rafskautaketilinn til að hita upp hitaveituvatnið,“ segir hann. Sem fyrr segir á að nota hitann úr sjálfu Atlantshafinu sem golfstraumurinn sér um að er nokkuð jafn, eða um 5 til 6 gráður á veturna og 10 til 12 gráður á sumrin. „Þetta virkar þannig að við þurfum að dæla upp alveg óhemju magni af sjó sem er leiddur inn í þessa varmadælu sem flytur varmann úr sjónum í hitaveituvatnið,“ segir Ívar.Ívar Atlason tæknifræðingur hjá HS Veitum fer fyrir bygingu sjóvarmadælustöðvar fyrirtækisins í Vestmannaeyjum.vísir/óskarÍ stöðinni hitar sjórinn ammóníak sem síðan flytur varmann í hringrás í hitaveitu Eyjamanna í ferli sem endurtekur sig í mörgum þrepum. Ívar undirstrikar að um þekkta tækni sé að ræða. Honum vitanlega verði sjóvarmastöðin hins vegar sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og sú næststærsta í í heiminum á eftir 14 megavatta stöð í Drammen í Noregi. Í Eyjum verði stöðin tæp 11 megavött. Áætlaður kostnaður við stöðina er um 1.100 milljónir króna. Þar af greiðir ríkið 300 milljónir. Framkvæmdir eru komnar í gang á hafnarsvæðinu og bor sem bora á eftir sjó er á leiðinni til Eyja. Stefnt er að gangsetningu í ársbyrjun 2018. Ívar segir sjóvarmastöðina munu skera rafmagnsþörf hitaveitunnar niður um tvo þriðju hluta. Í því felist allt að 150 milljóna króna sparnaður á ári miðað við núverandi raforkuverð. „Íbúarnir eiga að fá að njóta hagræðingarinnar af þessu brölti og við stefnum að því að það sé hægt að lækka húshitunarkostnað í Vestmannaeyjum um allt að tíu prósent á næstu árum þegar allt er komið á fullt sving og búið að greiða niður þessa fjárfestingu,“ segir Ívar Gerður hefur verið samningur við Landsvirkjun um kaup á rafmagni á varmadælurnar. Farin er sú leið að kaupa margfalt dýrari forgangsorku í stað ódýrari en ótryggrar umframorku eins og verið hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira