Píratar taka menn af öllum flokkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira