Facebook var farin að lita hugann Vera Einarsdóttir skrifar 29. janúar 2016 14:00 Elma tók ákvörðun um að hætta á facebook til að skapa meira pláss fyrir sköpun og einhverskonar frumhugsun. Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hætti nýverið á Facebook. Í dag getur það reynst töluvert átak enda vinsæll miðill sem langflestir landsmenn nota. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir um það bil tveimur mánuðum. Ástæðan var einna helst sú að mér fannst þetta ekki lengur skemmtilegur vettvangur. Mér fannst þessu fylgja of mikið áreiti og langaði að öðlast meiri frið og nýta tímann minn í eitthvað annað,“ segir Elma. Hún stóð sig ítrekað að því að fara inn á Facebook til að kíkja á í raun ekki neitt og fannst það orðið tilgangslaust. „Ætli ég hafi ekki verið að reyna að sporna við frekari athyglisbresti.“ Elma segir fólk fá yfir sig alls kyns skoðanir á Facebook, gjarnan óumbeðið. „Það eru engar síur og svo rúllar þetta í gegnum hugann allan daginn. Mér fannst þetta vera farið að trufla mig og afvegaleiða. Ég var jafnvel hætt að heyra mína eigin rödd. Ég held að miðlar eins og Facebook geti farið að lita hugann, samtöl og í mínu tilfelli listina. Ég vildi einfaldlega skapa meira pláss fyrir sköpun og einhvers konar frumhugsun.“En nú fer mikið af samskiptum fólks fram í gegnum Facebook. Finnst þér þú vera að missa af einhverju? „Nei, alls ekki. Vissulega tilheyrði ég einhverjum grúppum þar sem skipst er á upplýsingum en fjarveran hefur ekki háð mér hingað til. Það nota flestir tölvupóst og allt sem skiptir máli tengt vinnunni fer í gegnum hann. Ég held að þessi Facebook-samskipti gefi svolítið falskt öryggi en ég er kannski bara gamaldags. Mér finnst í það minnsta skemmtilegra að hitta fólk augliti til auglitis.“ Aðspurð segir Elma ekki útilokað að hún byrji aftur. „Það er þó ekki á dagskrá.“ Eiginmaður hennar, Mikael Torfason, er líka hættur á Facebook.Var þetta sameiginleg ákvörðun hjá ykkur hjónunum? „Ekki beint. Ég tók upp á því að eyða aðganginum mínum einn daginn. Hann hafði verið að hugleiða að gera það sama og lét slag standa. Okkur fannst þetta báðum orðið leiðinlegt. Við erum líka með fullt af krökkum og finnst miklu skemmtilegra að nota tímann í að leika við þau eða lesa góða bók.“ Elma leikur um þessar mundir í Hver er hræddur við Virginiu Woolf í Borgarleikhúsinu sem er sýnt fyrir fullu húsi og hefur fengið góða dóma. Samhliða því er hún við æfingar á Auglýsingu ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson sem verður frumsýnt í apríl. „Ég leik dótturina en allir í verkinu eru nafnlausir s.s. leikstjóri, eigandi og kúnni. Þetta er spennandi íslenskt verk eftir einn af fremstu leikhúshöfundum samtímans og verður gaman að koma því á fjalirnar.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hætti nýverið á Facebook. Í dag getur það reynst töluvert átak enda vinsæll miðill sem langflestir landsmenn nota. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir um það bil tveimur mánuðum. Ástæðan var einna helst sú að mér fannst þetta ekki lengur skemmtilegur vettvangur. Mér fannst þessu fylgja of mikið áreiti og langaði að öðlast meiri frið og nýta tímann minn í eitthvað annað,“ segir Elma. Hún stóð sig ítrekað að því að fara inn á Facebook til að kíkja á í raun ekki neitt og fannst það orðið tilgangslaust. „Ætli ég hafi ekki verið að reyna að sporna við frekari athyglisbresti.“ Elma segir fólk fá yfir sig alls kyns skoðanir á Facebook, gjarnan óumbeðið. „Það eru engar síur og svo rúllar þetta í gegnum hugann allan daginn. Mér fannst þetta vera farið að trufla mig og afvegaleiða. Ég var jafnvel hætt að heyra mína eigin rödd. Ég held að miðlar eins og Facebook geti farið að lita hugann, samtöl og í mínu tilfelli listina. Ég vildi einfaldlega skapa meira pláss fyrir sköpun og einhvers konar frumhugsun.“En nú fer mikið af samskiptum fólks fram í gegnum Facebook. Finnst þér þú vera að missa af einhverju? „Nei, alls ekki. Vissulega tilheyrði ég einhverjum grúppum þar sem skipst er á upplýsingum en fjarveran hefur ekki háð mér hingað til. Það nota flestir tölvupóst og allt sem skiptir máli tengt vinnunni fer í gegnum hann. Ég held að þessi Facebook-samskipti gefi svolítið falskt öryggi en ég er kannski bara gamaldags. Mér finnst í það minnsta skemmtilegra að hitta fólk augliti til auglitis.“ Aðspurð segir Elma ekki útilokað að hún byrji aftur. „Það er þó ekki á dagskrá.“ Eiginmaður hennar, Mikael Torfason, er líka hættur á Facebook.Var þetta sameiginleg ákvörðun hjá ykkur hjónunum? „Ekki beint. Ég tók upp á því að eyða aðganginum mínum einn daginn. Hann hafði verið að hugleiða að gera það sama og lét slag standa. Okkur fannst þetta báðum orðið leiðinlegt. Við erum líka með fullt af krökkum og finnst miklu skemmtilegra að nota tímann í að leika við þau eða lesa góða bók.“ Elma leikur um þessar mundir í Hver er hræddur við Virginiu Woolf í Borgarleikhúsinu sem er sýnt fyrir fullu húsi og hefur fengið góða dóma. Samhliða því er hún við æfingar á Auglýsingu ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson sem verður frumsýnt í apríl. „Ég leik dótturina en allir í verkinu eru nafnlausir s.s. leikstjóri, eigandi og kúnni. Þetta er spennandi íslenskt verk eftir einn af fremstu leikhúshöfundum samtímans og verður gaman að koma því á fjalirnar.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira